Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2024 00:08 Davíð Þór Jónsson og Finnur Ricard Andrason ræddu komandi kosningar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. „Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira