Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 14:45 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun