Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2024 10:10 Styrmir upplifði dýpstu lægð lífs síns fyrir tveimur árum. Aðsend „Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar. Sturlunarástand í Covid faraldrinum Árið 2015 fluttu Styrmir og eiginkona hans, Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir til Svíþjóðar ásamt börnum sínum tveimur. „Ég var þá búinn að starfa í grunnskólanum í Keflavík í tíu ár, bæði sem kennari og tölvuumsjónarmaður. Ég fann að það var kominn tími til að breyta til og prófa eitthvað nýtt.“ Þegar komið var til Svíþjóðar fór Styrmir í nám í frumkvöðlafræðum en uppgötvaði fljótlega að áhuginn lá ekki þar. „Ég þrífst á því að þróa og skapa og betrumbæta hlutina í kringum mig. Mér fannst það hriklega óspennandi tilhugsun að eyða dögunum á fundum með einhverjum gaurum í jakkafötum og tala um peninga. Ég saknaði þessarar orku sem ég hafði fundið fyrir í skólastarfinu. Ég var farinn að leita uppi opin hús í skólum, til að ráfa um gangana og skoða. Og í kjölfarið byrjaði ég að sækja um vinnur í skólum á svæðinu og fékk svo starf sem móðurmálskennari hjá Móðurmálsmiðstöðinni í Lundi. En af því að ég hef alltaf verið lunkinn á tölvur þá endaði þetta á því að ég var kominn á kaf í að sjá um tölvumálin hjá þeim og það var sífellt oftar leitað til mín með hin og þessi tölvumál.“ Árið 2018 var Styrmi boðin staða aðstoðarforstjóra Móðurmálsmiðstöðinni í Lundi. Í starfinu fólst að vera yfirmaður þrjátíu og fimm kennara, og einnig að vera tölvuumsjónarmaður og tækniráðgjafi- í stofnun sem innihélt rúmlega eitt hundrað starfsmenn og þjónustaði 4000 nemendur í 70 skólum. Ofan á það bættist það verkefni að taka þátt í öllu skólaþróunarstarfi. Ofan á allt saman var Styrmir skráður í diplómanám í skólastjórnun meðfram vinnu, fyrir tilstuðlan yfirmanna sinna, sem þótti eðlilegt að hann myndi sinna vinnu sinni á kvöldin og um helgar. Þegar Covid faraldurinn skall á fór síðan „allt í skrúfuna“ eins og Styrmir orðar það. „Þá þurfti að færa alla kennslu yfir á stafrænt form, og ég var algjörlega einn að sjá um það. Ég þurfti að hjálpa mistækniheftum kennurunum að læra á Classroom, fjarfundakerfi, skjaladeilingar og fleira frá morgni til kvölds. Ég var linnulaust á fjarfundum með kennurum að leiðbeina þeim eða fjarstýra tölvunum þeirra, búa til leiðbeiningar, halda námskeið, leysa tæknileg vandamál sem komu upp milli skólakerfanna og á heimilum nemendanna. Pósthólfið mitt fylltist hraðar en ég gat fengist við, þó ég sæti fram yfir miðnætti á hverjum einasta degi að svara póstum. En þegar við vorum að fara af stað með þetta í byrjun þá fannst mér þetta samt allt saman mjög áhugavert og spennandi. Mér fannst þetta skemmtilegt áskorun, að sjá hvernig ég gæti byggt þetta upp og látið þetta allt saman virka. Ég er þannig týpa að mér finnst rosalega gaman að koma reglu á rugl. Þannig að ég fór bara „all in“ og bjó til þessa massíva kerfi til að halda utan um þetta og keyrði þetta allt saman áfram. Ég var linnulaust á vídeofundum í símanum og að þeytast og vesenast, hringja í fólk og redda hlutum. Og meðfram þessu öllu saman átti ég líka að vera að sinna náminu. Ég var fastur í kjallaranum heima hjá mér frá sjö á morgnana til ellefu, tólf á kvöldin, þess á milli vann ég á skrifstofunni ásamt hinum yfirmönnunum. Svona gekk þetta í marga mánuði.“ Styrmir og fjölskylda hans hafa verið búsett í Svíþjóð undanfarin níu ár.Aðsend Grátandi á skrifstofunni Styrmir segir að eftir því sem tíminn leið hafi hann gert tilraunir til að andmæla vinnuálaginu. „Í eitt skipti, eitt af þeim fáu skiptum þegar ég leyfði mér að drekka kaffi með hinum yfirmönnunum á skrifstofunni, sagði ég við yfirmann minn að mér fyndist eins og ég væri að drukkna, ég fengi aldrei frið. Áreitið væri linnulaust. „Allir eru endalaust að biðja mig um að leysa vandamálin sín og ég bara sé ekki fyrir endann á því,“sagði ég. Hún brást við með því að líta í kringum sig og segja síðan: „Hvað ertu eiginlega að tala um? Það er enginn hér.“ Þarna var ég orðinn svo brotinn að ég gat ekki orðið jafn reiður og ég hefði átt að vera yfir svo hálfvitalegu svari. Þetta var eitthvað svo klikkað móment. Ég var algjörlega blindur á það sem var að gerast. Ég fann sökina alltaf hjá mér; ég dugði ekki til, ég var ekki nógu góður starfsmaður, ég var ekki nógu skipulagður eða duglegur eða harður af mér. Ég endaði á því að skrá mig úr náminu um haustið, og þegar yfirmaðurinn frétti af því gat ég ekki verið hreinskilinn við hana og sagt henni að þetta væri algjör ánauð. Hún var ekki ánægð og gaf til kynna að ég væri að bregðast skyldum mínum. Að finna fyrir þessu vantrausti, ofan á allan sjálfsefann sem ég sjálfur hafði, það var eins og olía á eldinn. Mér fannst sífellt erfiðara að mæta í vinnuna, mér leið stöðugt verr en ég vaknaði samt á hverjum degi, píndi mig áfram og stóð mína plikt. Þegar ég lít til baka finnst mér farsakennt hvað ég lét þetta ganga yfir mig lengi. Hvernig mér tókst að normalísera það að þurfa stundum að loka að mér til að fara ekki að gráta undan álagi á skrifstofunni. Ég reyndi allskonar hluti til að þrauka áfram, skapa aðstæður til að komast í gegnum vinnudaginn. Ég reyndi að loka mig af, til að fá frið fyrir stanslaustum truflunum frá hinum og þessum en fékk þá ákúrur fyrir að vera ekki nógu aðgengilegur. Ég reyndi að setja sjálfum mér mörk, að vinna einungis milli átta og fimm á daginn. En það þýddi bara að ég hætti klukkan fimm á daginn, gráti nær yfir öllu sem ég var ekki búinn að ná að gera og hugsaði stöðugt um allt það sem beið mín morguninn eftir. Ég varð stöðugt þunglyndari og þreyttari. Ég var orðinn svo dasaður í höfðinu. Ég átti erfitt með að halda þræði í samtölum, og datt endalaust út þegar fólk var að tala við mig. Jafnvel þegar ég var sjálfur að segja hluti. Og ég var líka orðinn svo gleyminn. Hlutir sem ég hafði sagt eða heyrt eða ætlaði að gera, þeir gufuðu gjörsamlega upp úr höfðinu á mér. En ég sá þetta alltaf sem birtingarmynd þess að ég var svo vonlaus manneskja. Of heimskur til að halda þræðinum. Of mikil gufa til að muna hluti. Mér finnst líka vont að hugsa til þess hvaða áhrif þetta hafði á alla í kringum mig; fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Ég varð leiðinlegri við fólkið í kringum mig. Kveikjuþráðurinn var orðinn rosalega stuttur og þolinmæðin minni.“ Blindur á aðstæðurnar Í lok árs 2020 var ástandið orðið verulega slæmt að sögn Styrmis. „Mér leið illa allan daginn, alla daga, og fann ekki lengur til gleði yfir neinu. Ég man eftir einu augnabliki, stuttu fyrir jól. Ég sat í bílnum með konunni minni og horfði út um gluggann og var að reyna að kyngja sorginni sem sat yfir mér alla daga. Allt í einu sagði ég upp úr þurru: „Ég held að ég sé þunglyndur.“ Um leið og hafði sagt þessi orð byrjaði ég að gráta og ætlaði ekki að geta hætt. Ég var búinn að eyða svo miklum tíma í að tryggja að öllum í kringum mig liði vel en hafði aldrei hugsað um sjálfan mig. Að segja þessi orð upphátt hafði þau áhrif að það brast eitthvað innra með mér. Þegar ég horfi til baka núna í dag þá veit ég að ég var í raun ekki þunglyndur á þessum tíma, ég var bara gjörsamlega bugaður. Eftir jólafríið fór ég aftur í vinnuna og talaði við yfirmanninn og tjáði henni að ég væri líklegast þunglyndur, og að það væri að öllum líkindum ástæðan fyrir því að ég væri ekki búinn að standa mig í vinnunni. Af því að ég þurfti að sjálfsögðu að finna sökina hjá mér sjálfum. Ég hugsaði mér að þunglyndi hlyti að vera orsökin. En yfirmaðurinn sýndi mér þó skilning og bókaði fyrir mig samtal hjá ráðgjafa í hugrænni atferlismeðferð. Ég fór og hitti ráðgjafann,og lýsti fyrir honum aðstæðunum í vinnunni, öllu álaginu og ábyrgðinni, Hann varð gáttaður og var ekki lengi að benda mér á hvað þetta væru sturlaðar vinnuaðstæður, og fáránlegar kröfur sem væru gerðar til mín. Hann reyndi að hvetja mig til að tala við yfirmanninn og krefjast breytinga. Ég mætti í nokkra tíma til hans en það skilaði í raun engu vegna þess að ég var ennþá svo blindur á aðstæðurnar, ég sá sökina bara alltaf hjá sjálfum mér.Þannig að ég pískraði mig bara áfram og píndi mig til að fara í vinnuna á hverjum degi.“ Brotnaði saman á ráðstefnu Dag einn, um haustið 2022 varð ákveðinn vendipunktur hjá Styrmi. „Við vorum að byrja nýtt skólaár og það var skólastjórnendahittingur hjá “kommúnunni.“ Ég sat þarna í fyrirlestrarsal á fínu hóteli með tugum kollega. Á meðan kollegar mínir, og yfirmaðurinn minn sátu og voru að spjalla og hlæja og blanda geði við hvert annað þá sat ég og hugsaði um að allt sem ég átti eftir að gera og græja og redda. Ég vissi sem var að ekki kjaftur af þeim sem þarna voru þurfti að sinna tölvuumsjón samhliða starfinu því það var á könnu annarra en stjórnenda. Þau fengu frið til að vera „bara“ skólastjórnendur, annað en ég. Síðan var haldinn fyrirlestur um skólaþróunarverkefni, verkefni sem ég hugsaði með mér að mér myndi þykja rosalega gaman og spennandi að taka þátt í- ef ég hefði mínútu aflögu til þess. Ég skildi ekki orðin sem fyrirlesarinn sagði og áttaði mig ekki á hvað glærurnar sýndu. Það var eitthvað sem brast inni í mér þarna, allt í einu fór ég að svitna og hjartað byrjaði að hamast á fullu. Það helltist yfir sú hugsun að ég væri búin að láta hafa mig að algjöru fífli. Ég sagðist þurfa að fara á klósettið, en fór upp á hótelherbergi og dró sængina yfir höfuðuð á mér. Það sem eftir var af ráðstefnunni hunsaði ég öll skilaboð frá fólki, lá undir sæng allan daginn í myrkri og grét. Þetta var algjör vendipunktur. Ég fæ ennþá fyrir brjóstið við að hugsa um þetta. Á mánudeginum gerði síðan heiðarlega tilraun til að fara aftur í vinnuna. Ég var ennþá fastur í þeirri hugsun að þetta væri bara aumingjaskapur í mér og ég þyrfti bara að hætta þessum aumingjaskap, forgangsraða betur og vinna betur og verða betri. Ég var kominn hálfa leið í vinnuna, þegar ég stoppaði út á miðri götu og fór að gráta, líkaminn stoppaði mig í að halda áfram. Ég réð ekki við tilhugsunina um að fara í vinnuna. Ég sendi skilaboð á yfirmanninn og sagði að mér liði of illa til að koma í vinnuna. Ég var frá í rúma viku.“ Tæpri viku síðar leitaði Styrmir til heimilislæknis og lýsti fyrir honnum öllu sem hafði gengið á undafarin tvö ár, og síðustu tvær vikur. „Ég byrjaði að gráta á meðan ég sat á biðstofunni og ég hélt áfram að gráta inni hjá lækninum á meðan ég var að lýsa þessu öllu fyrir honum. Hann sagði á endanum að hann ætlaði að skrifa mig frá vinnu í tvær vikur og svo myndum við reyna að „trappa mig aftur upp.“ Ég var heima í tvær vikur, grátandi og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég fylltist kvíða við tilhugsunina um að mæta aftur í vinnuna og tilfinningin fór ekki. Þegar ég talaði aftur við lækninn ráðlagði hann mér að skella mér í jóga og bókaði fyrir mig tíma í einhverju sjúkrajóga. Ég fór í tímann og hélt niðri í mér grátnum allan tímann. Svo rann upp dagurinn þegar ég átti að mæta aftur í vinnuna. Ég átti að mæta einn dag í viku til að byrja með. En um leið og ég kom inn á skrifstofuna féllust mér alveg hendur. Ég sat þarna inni, gjörsamlega ónýtur, með andlitið í höndunum og grét. Yfirmaðurinn hringdi í lækninn og spurði hvað í fjandanum hann væri að hugsa með að senda mig aftur í vinnuna í þessu ástandi.Þá kom í ljós að læknirinn hafði ekkert verið að hlusta á mig þegar ég var lýsa ástandi seinustu tveggja ára fyrir honum, hann tók bara mið af því sem ég hafði gengið í gegnum þessar síðustu tvær vikur. Á vottorðinu stóð „tímabundið streituástand.“ Mér var öllum lokið, mér fannst enginn geta hjálpað mér, læknirinn væri búinn að bregðast mér og það væri bara allt ónýtt. Ég var algjörlega rúmfastur þarna. Þetta endaði á því að konan mín og yfirmaðurinn ræddu saman og það varð úr að yfirmaðurinn bókaði fyrir mig tíma hjá fyrirtækislækni. Ég grét úr mér augun hjá henni. Þegar ég var búinn að útskýra fyrir henni stöðuna sagði hún hreint út að ég þyrfti ekki jóga eða upptröppun. Ég þyrfti að fara heim og hvíla mig. Og þvínæst skrifaði hún upp á þriggja mánaða veikindaleyfi fyrir mig. Og í fyrsta sinn í langan tíma fannst mér ég geta geta andað; ég þurfti ekki að fara í vinnuna, ég „mátti“ í alvöru fara heim og hvíla mig. Mér fannst í alvöru eins og einhver hefði kastað til mín líflínu.“ Dimmar stundir Læknirinn tjáði Styrmi að það eina sem gæti læknað hann núna væri að hvíla sig. „Það var eina sem ég átti að gera. Hvíla mig, og gera það sem mig langaði til að gera, ekkert annað. Og það tók alveg smá tíma að venjast þessari hugsun eftir að ég var kominn heim og kominn í þriggja mánaða leyfi. Mér leið ömurlega á daginn, það komu gráthrinur og virkilega dimmar stundir. Mér fannst ég bölvaður aumingi, að sitja heima og geta ekki gert neitt. En ég reyndi að minna mig á að þetta ætti eftir að verða betra, ég þyrfti bara að komast í gegnum þetta tímabil. Fyrst um sinn var ég í rúminu og sófanum til skiptis dögum saman. Mig langaði að fara út að fá ferskt loft. Mig langaði líka að svara símanum þegar vinir mínir hringdu eða sendu skilaboð til að tékka á mér. En ég bara gat það ekki. Það var eins og útihurðin væri tuttugu kílómetra í burtu og síminn á tunglinu. En það hafðist á endanum í smá skömmtum. Og það var rosalega gott að eiga vini sem sýndu þessu skilning og tóku þögninni ekki illa. Ég þurfti að finna mér hobbý sem tæki litla eða enga orku. Af því að ég hafði ekki orku í neitt. Allir þessi litlu hverdagslegu hlutir voru orðnir óyfirstíganlegir. Ég gat ekki lesið texta. Ég gat ekki svarað tölvupóstum eða borgað reikninga. Ég var eiginlega ekki fær um neitt sem krafðist þess að plana eða skilja. Rétt eins og þegar þú ert með brotinn fót og getur ekki gengið. Ég gat ekki beitt heilanum á mér. Í fyrsta sinn á ævinni einblíndi ég eingöngu á að gera hluti sem veittu mér ánægju, og að finna gleði í hægagangi. Ég fór að dunda mér við að flokka og raða allskyns hlutum, og grúska í ljósmyndasafninu hans afa sem hafði legið ofan í geymslu í mörg ár. Allt í einu fylltist heimilið af plöntum og blómum af því að það veitti mér hugarró að nostra við þau.“ Eitt af bjargráðum Styrmis var dálítið óvenjulegt, en það gerði það að verkum að hann fór í langar gönguferðir á hverjum degi. Það var tölvuleikurinn Ingress. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Ingress snjallsímaleikur sem gerist í raunheimum, þar sem notendur safna stigum sem falin eru við kennileiti í umhverfinu, en leikurinn er forveri Pokémon Go sem tröllreið öllu hér á landi á tímabili. „Það er ákveðið samfélag í kringum þennan leik, og það er rosalega sterkt aðdráttarafl. Burtséð frá því hvað þetta var ótrúlega gaman þá gaf þetta gönguferðunum tilgang. Ég var farinn að labba einhverja tíu kílómetra á dag. Þetta dreif mig út, og þetta kom mér á fætur.“ Annað kjafthögg Eftir tíu mánaða veikindaleyfi, og mitt í endurhæfingunni, sneri Styrmir aftur til vinnu. „Ég byrjaði að trappa mig upp hægt og rólega, og það gekk ágætlega í byrjun. En ég áttaði mig fljótlega á því að yfirmaðurinn minn hafði greinilega engan hug á að því að breyta því hvernig vinnan mín leit út. Ég settist niður með henni á fundi einn daginn og reyndi að fá einhver svör, einhvern skýrleika varðandi framtíðina þegar ég væri kominn aftur í fullt starf. Það stóð ekki til að ég fengi færri undirmenn eða minni ábyrgð. Svarið sem ég í raun fékk var: „Þetta er bara vinnan þín.“ Mér var ljóst þarna að það átti bara að hækka undir mér hitann smám saman þar til ég væri kominn í sömu sturlunina og hafði brotið mig í spað. Þessi fundur var á föstudegi. Mánudaginn þar á eftir skilaði ég inn uppsagnarbréfinu.Þá fékk ég reyndar annað kjaftshögg, af því að um leið og sjúkratryggingarnar fengu að vita að ég hefði sagt upp þá var klippt á bæturnar sem gerðu mér kleift að vinna minna meðan ég jafnaði mig . Þau tilkynntu mér að með því að segja upp vinnunni væri ég að lýsa því yfir að ég væri fær um fulla vinnu á nýjum stað. Þá tók við virkilega vont tímabil; það var auðvitað hrikalegt að þurfast að horfast í augu við atvinnuleysi og blankheit ofan á allt hitt. En þetta var einfaldlega nauðvörn, ég átti ekki annarra kosta völ. Ég vissi að ég myndi eyðileggja sjálfan mig ef ég myndi halda áfram í þessari vinnu; jafnvel verða óvinnufær fyrir lífstíð. Við þraukuðum þetta einhvern veginn; kláruðum allt spariféð, og á endanum varð ég að sjálfsögðu að finna mér nýja vinnu.“ Styrmir er enn í bataferli.Aðsend Styrmir fékk að lokum starf sem aðstoðarskólastjóri í einkareknum skóla. „Ég var þar í sex mánuði, nógu lengi til að komast að því að gat ekki lengur unnið við þetta. Ég var orðinn svo viðkvæmur fyrir því að sitja undir stanslausum kröfum. Og mig langaði heldur ekki að vinna við þetta lengur; vera endalaust með allt á herðunum og leysa vandamálin hjá öllum öðrum. Ég vildi vinna með krökkum og með fólki en ég gat ekki hugsað mér að vera inni á skrifstofu allan daginn. Á endanum sagði ég upp.“ Í kjölfarið fékk Styrmir vinnu í litlum skóla, þar sem hann starfar í dag. Hann er kominn aftur „á gólfið” eins og hann orðar það, og unir sér vel. „Ég treysti mér hreinlega ekki að fara aftur að kenna. En núna er ég að sjá um tölvumálin, hjálpa kennurunum og nemendunum að takast á við tæknina í starfinu, og ólíkt því sem áður var þá er ég núna að sjá um eðlilegan fjölda af fólki og fæ það svigrúm sem ég þarf. Þess á milli vinn ég með krökkum á frístundaheimilinu, eyði dögunum í að puttaprjóna og föndra með sjö ára krökkum, og ég hef aldrei verið sáttari. Ég á erfitt með að hugsa til þess hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki fengið hjálp á sínum tíma. Líklegast væri ég bara eitt stórt andlegt flak.“ Kulnun er ekki veikleikamerki Það er í rauninni ekki mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og undanfarin ár hefur umræðan um kulnun aukist til muna. En þrátt fyrir það örlar enn á fordómum. „Ég hef tekið eftir þessu í kommentakerfinu, þegar ég hef lesið frásagnir fólks sem hefur lent í kulnun, eða andlegum veikindum. Það eru alltaf einhverjir sem skrifa athugasemdir undir og lýsa því yfir að þetta sé bara einhver aumingjaskapur og væl. Ég held að það örli ennþá á þessu viðhorfi og þessum fordómum, að minnsta kosti hjá eldri kynslóðinni. Og ég finn til með þeim því fordómarnir eru sprottnir af vanþekkingu sem varð til þess að mörg þeirra sem lentu í þessu áður fyrr báru sinn harm í hljóði.“ Samkvæmt könnun Prósents á síðasta ári eru mun fleiri konur í kulnun en karlmenn. Kulnun hjá karlmönnum er engu að síður staðreynd, líkt og Styrmir bendir á. En ef til vill spilar inn í að karllæg vinnugildi eru enn kraumandi og karlmenn eiga oft erfitt með að viðurkenna vanmátt sinn og leita sér hjálpar. Þeir eiga að vera „þéttir á velli og léttir í lund“og velja því frekar að bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði. „Ég fékk það samt aldrei beint á tilfinninguna að ég væri nógu góður heimilisfaðir, eða að ég væri aumingi með því að vera sýna veikleika mína. Það var alltaf bara þessi tilfinning að ég væri „lúser.“Og mér finnst ég ekkert vera eitthvað minni karlmaður þó ég segi hreint og beint út að mér líði illi í sálinni. Þannig er það bara. Kulnun er ekki merki um veikleika. Hún er áminning um að við erum öll bara mennsk og getum ekki gefið endalaust án þess að huga að sjálfum okkur í leiðinni. Ég er búin að ganga í gegnum djöfulegan tíma og hafa það ömurlegt. Ég er búinn að gráta hafsjó af tárum, og hef átt marga daga þar sem ég hef ekki getað komið mér fram úr rúminu. Ég á ennþá erfitt með vissa hluti, ég er ennþá brotinn, og ég er ennþá að vinna í því að púsla mér saman aftur, og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Styrmir segist vona að umræðan um kulnun, og andleg veikindi verði opnari og eðlislægari. Og hann vill leggja sitt af mörkum. „Kanski getur mín saga hjálpað einhverjum,“ segir hann. „Ég veit að það erfitt fyrir marga að tala um þetta og það eru svo margir þarna úti sem eru að þjást í þögn.Það hjálpaði mér svo ótrúlega mikið að vita af því að ég væri ekki einn þegar ég var að takast á við þetta svo ég hef einsett mér að vera opinskár með mína reynslu og leggja spilin á borðið. Ég á þá litlu von að ef ég opinbera mig þá verði það hvatning fyrir aðra, að það verði til einhver jákvæð keðjuverkun. Ég vil reyna að skapa eitthvað gott úr þessu öllu saman.“ Geðheilbrigði Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Sturlunarástand í Covid faraldrinum Árið 2015 fluttu Styrmir og eiginkona hans, Marsibil Lillý Guðlaugsdóttir til Svíþjóðar ásamt börnum sínum tveimur. „Ég var þá búinn að starfa í grunnskólanum í Keflavík í tíu ár, bæði sem kennari og tölvuumsjónarmaður. Ég fann að það var kominn tími til að breyta til og prófa eitthvað nýtt.“ Þegar komið var til Svíþjóðar fór Styrmir í nám í frumkvöðlafræðum en uppgötvaði fljótlega að áhuginn lá ekki þar. „Ég þrífst á því að þróa og skapa og betrumbæta hlutina í kringum mig. Mér fannst það hriklega óspennandi tilhugsun að eyða dögunum á fundum með einhverjum gaurum í jakkafötum og tala um peninga. Ég saknaði þessarar orku sem ég hafði fundið fyrir í skólastarfinu. Ég var farinn að leita uppi opin hús í skólum, til að ráfa um gangana og skoða. Og í kjölfarið byrjaði ég að sækja um vinnur í skólum á svæðinu og fékk svo starf sem móðurmálskennari hjá Móðurmálsmiðstöðinni í Lundi. En af því að ég hef alltaf verið lunkinn á tölvur þá endaði þetta á því að ég var kominn á kaf í að sjá um tölvumálin hjá þeim og það var sífellt oftar leitað til mín með hin og þessi tölvumál.“ Árið 2018 var Styrmi boðin staða aðstoðarforstjóra Móðurmálsmiðstöðinni í Lundi. Í starfinu fólst að vera yfirmaður þrjátíu og fimm kennara, og einnig að vera tölvuumsjónarmaður og tækniráðgjafi- í stofnun sem innihélt rúmlega eitt hundrað starfsmenn og þjónustaði 4000 nemendur í 70 skólum. Ofan á það bættist það verkefni að taka þátt í öllu skólaþróunarstarfi. Ofan á allt saman var Styrmir skráður í diplómanám í skólastjórnun meðfram vinnu, fyrir tilstuðlan yfirmanna sinna, sem þótti eðlilegt að hann myndi sinna vinnu sinni á kvöldin og um helgar. Þegar Covid faraldurinn skall á fór síðan „allt í skrúfuna“ eins og Styrmir orðar það. „Þá þurfti að færa alla kennslu yfir á stafrænt form, og ég var algjörlega einn að sjá um það. Ég þurfti að hjálpa mistækniheftum kennurunum að læra á Classroom, fjarfundakerfi, skjaladeilingar og fleira frá morgni til kvölds. Ég var linnulaust á fjarfundum með kennurum að leiðbeina þeim eða fjarstýra tölvunum þeirra, búa til leiðbeiningar, halda námskeið, leysa tæknileg vandamál sem komu upp milli skólakerfanna og á heimilum nemendanna. Pósthólfið mitt fylltist hraðar en ég gat fengist við, þó ég sæti fram yfir miðnætti á hverjum einasta degi að svara póstum. En þegar við vorum að fara af stað með þetta í byrjun þá fannst mér þetta samt allt saman mjög áhugavert og spennandi. Mér fannst þetta skemmtilegt áskorun, að sjá hvernig ég gæti byggt þetta upp og látið þetta allt saman virka. Ég er þannig týpa að mér finnst rosalega gaman að koma reglu á rugl. Þannig að ég fór bara „all in“ og bjó til þessa massíva kerfi til að halda utan um þetta og keyrði þetta allt saman áfram. Ég var linnulaust á vídeofundum í símanum og að þeytast og vesenast, hringja í fólk og redda hlutum. Og meðfram þessu öllu saman átti ég líka að vera að sinna náminu. Ég var fastur í kjallaranum heima hjá mér frá sjö á morgnana til ellefu, tólf á kvöldin, þess á milli vann ég á skrifstofunni ásamt hinum yfirmönnunum. Svona gekk þetta í marga mánuði.“ Styrmir og fjölskylda hans hafa verið búsett í Svíþjóð undanfarin níu ár.Aðsend Grátandi á skrifstofunni Styrmir segir að eftir því sem tíminn leið hafi hann gert tilraunir til að andmæla vinnuálaginu. „Í eitt skipti, eitt af þeim fáu skiptum þegar ég leyfði mér að drekka kaffi með hinum yfirmönnunum á skrifstofunni, sagði ég við yfirmann minn að mér fyndist eins og ég væri að drukkna, ég fengi aldrei frið. Áreitið væri linnulaust. „Allir eru endalaust að biðja mig um að leysa vandamálin sín og ég bara sé ekki fyrir endann á því,“sagði ég. Hún brást við með því að líta í kringum sig og segja síðan: „Hvað ertu eiginlega að tala um? Það er enginn hér.“ Þarna var ég orðinn svo brotinn að ég gat ekki orðið jafn reiður og ég hefði átt að vera yfir svo hálfvitalegu svari. Þetta var eitthvað svo klikkað móment. Ég var algjörlega blindur á það sem var að gerast. Ég fann sökina alltaf hjá mér; ég dugði ekki til, ég var ekki nógu góður starfsmaður, ég var ekki nógu skipulagður eða duglegur eða harður af mér. Ég endaði á því að skrá mig úr náminu um haustið, og þegar yfirmaðurinn frétti af því gat ég ekki verið hreinskilinn við hana og sagt henni að þetta væri algjör ánauð. Hún var ekki ánægð og gaf til kynna að ég væri að bregðast skyldum mínum. Að finna fyrir þessu vantrausti, ofan á allan sjálfsefann sem ég sjálfur hafði, það var eins og olía á eldinn. Mér fannst sífellt erfiðara að mæta í vinnuna, mér leið stöðugt verr en ég vaknaði samt á hverjum degi, píndi mig áfram og stóð mína plikt. Þegar ég lít til baka finnst mér farsakennt hvað ég lét þetta ganga yfir mig lengi. Hvernig mér tókst að normalísera það að þurfa stundum að loka að mér til að fara ekki að gráta undan álagi á skrifstofunni. Ég reyndi allskonar hluti til að þrauka áfram, skapa aðstæður til að komast í gegnum vinnudaginn. Ég reyndi að loka mig af, til að fá frið fyrir stanslaustum truflunum frá hinum og þessum en fékk þá ákúrur fyrir að vera ekki nógu aðgengilegur. Ég reyndi að setja sjálfum mér mörk, að vinna einungis milli átta og fimm á daginn. En það þýddi bara að ég hætti klukkan fimm á daginn, gráti nær yfir öllu sem ég var ekki búinn að ná að gera og hugsaði stöðugt um allt það sem beið mín morguninn eftir. Ég varð stöðugt þunglyndari og þreyttari. Ég var orðinn svo dasaður í höfðinu. Ég átti erfitt með að halda þræði í samtölum, og datt endalaust út þegar fólk var að tala við mig. Jafnvel þegar ég var sjálfur að segja hluti. Og ég var líka orðinn svo gleyminn. Hlutir sem ég hafði sagt eða heyrt eða ætlaði að gera, þeir gufuðu gjörsamlega upp úr höfðinu á mér. En ég sá þetta alltaf sem birtingarmynd þess að ég var svo vonlaus manneskja. Of heimskur til að halda þræðinum. Of mikil gufa til að muna hluti. Mér finnst líka vont að hugsa til þess hvaða áhrif þetta hafði á alla í kringum mig; fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Ég varð leiðinlegri við fólkið í kringum mig. Kveikjuþráðurinn var orðinn rosalega stuttur og þolinmæðin minni.“ Blindur á aðstæðurnar Í lok árs 2020 var ástandið orðið verulega slæmt að sögn Styrmis. „Mér leið illa allan daginn, alla daga, og fann ekki lengur til gleði yfir neinu. Ég man eftir einu augnabliki, stuttu fyrir jól. Ég sat í bílnum með konunni minni og horfði út um gluggann og var að reyna að kyngja sorginni sem sat yfir mér alla daga. Allt í einu sagði ég upp úr þurru: „Ég held að ég sé þunglyndur.“ Um leið og hafði sagt þessi orð byrjaði ég að gráta og ætlaði ekki að geta hætt. Ég var búinn að eyða svo miklum tíma í að tryggja að öllum í kringum mig liði vel en hafði aldrei hugsað um sjálfan mig. Að segja þessi orð upphátt hafði þau áhrif að það brast eitthvað innra með mér. Þegar ég horfi til baka núna í dag þá veit ég að ég var í raun ekki þunglyndur á þessum tíma, ég var bara gjörsamlega bugaður. Eftir jólafríið fór ég aftur í vinnuna og talaði við yfirmanninn og tjáði henni að ég væri líklegast þunglyndur, og að það væri að öllum líkindum ástæðan fyrir því að ég væri ekki búinn að standa mig í vinnunni. Af því að ég þurfti að sjálfsögðu að finna sökina hjá mér sjálfum. Ég hugsaði mér að þunglyndi hlyti að vera orsökin. En yfirmaðurinn sýndi mér þó skilning og bókaði fyrir mig samtal hjá ráðgjafa í hugrænni atferlismeðferð. Ég fór og hitti ráðgjafann,og lýsti fyrir honum aðstæðunum í vinnunni, öllu álaginu og ábyrgðinni, Hann varð gáttaður og var ekki lengi að benda mér á hvað þetta væru sturlaðar vinnuaðstæður, og fáránlegar kröfur sem væru gerðar til mín. Hann reyndi að hvetja mig til að tala við yfirmanninn og krefjast breytinga. Ég mætti í nokkra tíma til hans en það skilaði í raun engu vegna þess að ég var ennþá svo blindur á aðstæðurnar, ég sá sökina bara alltaf hjá sjálfum mér.Þannig að ég pískraði mig bara áfram og píndi mig til að fara í vinnuna á hverjum degi.“ Brotnaði saman á ráðstefnu Dag einn, um haustið 2022 varð ákveðinn vendipunktur hjá Styrmi. „Við vorum að byrja nýtt skólaár og það var skólastjórnendahittingur hjá “kommúnunni.“ Ég sat þarna í fyrirlestrarsal á fínu hóteli með tugum kollega. Á meðan kollegar mínir, og yfirmaðurinn minn sátu og voru að spjalla og hlæja og blanda geði við hvert annað þá sat ég og hugsaði um að allt sem ég átti eftir að gera og græja og redda. Ég vissi sem var að ekki kjaftur af þeim sem þarna voru þurfti að sinna tölvuumsjón samhliða starfinu því það var á könnu annarra en stjórnenda. Þau fengu frið til að vera „bara“ skólastjórnendur, annað en ég. Síðan var haldinn fyrirlestur um skólaþróunarverkefni, verkefni sem ég hugsaði með mér að mér myndi þykja rosalega gaman og spennandi að taka þátt í- ef ég hefði mínútu aflögu til þess. Ég skildi ekki orðin sem fyrirlesarinn sagði og áttaði mig ekki á hvað glærurnar sýndu. Það var eitthvað sem brast inni í mér þarna, allt í einu fór ég að svitna og hjartað byrjaði að hamast á fullu. Það helltist yfir sú hugsun að ég væri búin að láta hafa mig að algjöru fífli. Ég sagðist þurfa að fara á klósettið, en fór upp á hótelherbergi og dró sængina yfir höfuðuð á mér. Það sem eftir var af ráðstefnunni hunsaði ég öll skilaboð frá fólki, lá undir sæng allan daginn í myrkri og grét. Þetta var algjör vendipunktur. Ég fæ ennþá fyrir brjóstið við að hugsa um þetta. Á mánudeginum gerði síðan heiðarlega tilraun til að fara aftur í vinnuna. Ég var ennþá fastur í þeirri hugsun að þetta væri bara aumingjaskapur í mér og ég þyrfti bara að hætta þessum aumingjaskap, forgangsraða betur og vinna betur og verða betri. Ég var kominn hálfa leið í vinnuna, þegar ég stoppaði út á miðri götu og fór að gráta, líkaminn stoppaði mig í að halda áfram. Ég réð ekki við tilhugsunina um að fara í vinnuna. Ég sendi skilaboð á yfirmanninn og sagði að mér liði of illa til að koma í vinnuna. Ég var frá í rúma viku.“ Tæpri viku síðar leitaði Styrmir til heimilislæknis og lýsti fyrir honnum öllu sem hafði gengið á undafarin tvö ár, og síðustu tvær vikur. „Ég byrjaði að gráta á meðan ég sat á biðstofunni og ég hélt áfram að gráta inni hjá lækninum á meðan ég var að lýsa þessu öllu fyrir honum. Hann sagði á endanum að hann ætlaði að skrifa mig frá vinnu í tvær vikur og svo myndum við reyna að „trappa mig aftur upp.“ Ég var heima í tvær vikur, grátandi og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég fylltist kvíða við tilhugsunina um að mæta aftur í vinnuna og tilfinningin fór ekki. Þegar ég talaði aftur við lækninn ráðlagði hann mér að skella mér í jóga og bókaði fyrir mig tíma í einhverju sjúkrajóga. Ég fór í tímann og hélt niðri í mér grátnum allan tímann. Svo rann upp dagurinn þegar ég átti að mæta aftur í vinnuna. Ég átti að mæta einn dag í viku til að byrja með. En um leið og ég kom inn á skrifstofuna féllust mér alveg hendur. Ég sat þarna inni, gjörsamlega ónýtur, með andlitið í höndunum og grét. Yfirmaðurinn hringdi í lækninn og spurði hvað í fjandanum hann væri að hugsa með að senda mig aftur í vinnuna í þessu ástandi.Þá kom í ljós að læknirinn hafði ekkert verið að hlusta á mig þegar ég var lýsa ástandi seinustu tveggja ára fyrir honum, hann tók bara mið af því sem ég hafði gengið í gegnum þessar síðustu tvær vikur. Á vottorðinu stóð „tímabundið streituástand.“ Mér var öllum lokið, mér fannst enginn geta hjálpað mér, læknirinn væri búinn að bregðast mér og það væri bara allt ónýtt. Ég var algjörlega rúmfastur þarna. Þetta endaði á því að konan mín og yfirmaðurinn ræddu saman og það varð úr að yfirmaðurinn bókaði fyrir mig tíma hjá fyrirtækislækni. Ég grét úr mér augun hjá henni. Þegar ég var búinn að útskýra fyrir henni stöðuna sagði hún hreint út að ég þyrfti ekki jóga eða upptröppun. Ég þyrfti að fara heim og hvíla mig. Og þvínæst skrifaði hún upp á þriggja mánaða veikindaleyfi fyrir mig. Og í fyrsta sinn í langan tíma fannst mér ég geta geta andað; ég þurfti ekki að fara í vinnuna, ég „mátti“ í alvöru fara heim og hvíla mig. Mér fannst í alvöru eins og einhver hefði kastað til mín líflínu.“ Dimmar stundir Læknirinn tjáði Styrmi að það eina sem gæti læknað hann núna væri að hvíla sig. „Það var eina sem ég átti að gera. Hvíla mig, og gera það sem mig langaði til að gera, ekkert annað. Og það tók alveg smá tíma að venjast þessari hugsun eftir að ég var kominn heim og kominn í þriggja mánaða leyfi. Mér leið ömurlega á daginn, það komu gráthrinur og virkilega dimmar stundir. Mér fannst ég bölvaður aumingi, að sitja heima og geta ekki gert neitt. En ég reyndi að minna mig á að þetta ætti eftir að verða betra, ég þyrfti bara að komast í gegnum þetta tímabil. Fyrst um sinn var ég í rúminu og sófanum til skiptis dögum saman. Mig langaði að fara út að fá ferskt loft. Mig langaði líka að svara símanum þegar vinir mínir hringdu eða sendu skilaboð til að tékka á mér. En ég bara gat það ekki. Það var eins og útihurðin væri tuttugu kílómetra í burtu og síminn á tunglinu. En það hafðist á endanum í smá skömmtum. Og það var rosalega gott að eiga vini sem sýndu þessu skilning og tóku þögninni ekki illa. Ég þurfti að finna mér hobbý sem tæki litla eða enga orku. Af því að ég hafði ekki orku í neitt. Allir þessi litlu hverdagslegu hlutir voru orðnir óyfirstíganlegir. Ég gat ekki lesið texta. Ég gat ekki svarað tölvupóstum eða borgað reikninga. Ég var eiginlega ekki fær um neitt sem krafðist þess að plana eða skilja. Rétt eins og þegar þú ert með brotinn fót og getur ekki gengið. Ég gat ekki beitt heilanum á mér. Í fyrsta sinn á ævinni einblíndi ég eingöngu á að gera hluti sem veittu mér ánægju, og að finna gleði í hægagangi. Ég fór að dunda mér við að flokka og raða allskyns hlutum, og grúska í ljósmyndasafninu hans afa sem hafði legið ofan í geymslu í mörg ár. Allt í einu fylltist heimilið af plöntum og blómum af því að það veitti mér hugarró að nostra við þau.“ Eitt af bjargráðum Styrmis var dálítið óvenjulegt, en það gerði það að verkum að hann fór í langar gönguferðir á hverjum degi. Það var tölvuleikurinn Ingress. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Ingress snjallsímaleikur sem gerist í raunheimum, þar sem notendur safna stigum sem falin eru við kennileiti í umhverfinu, en leikurinn er forveri Pokémon Go sem tröllreið öllu hér á landi á tímabili. „Það er ákveðið samfélag í kringum þennan leik, og það er rosalega sterkt aðdráttarafl. Burtséð frá því hvað þetta var ótrúlega gaman þá gaf þetta gönguferðunum tilgang. Ég var farinn að labba einhverja tíu kílómetra á dag. Þetta dreif mig út, og þetta kom mér á fætur.“ Annað kjafthögg Eftir tíu mánaða veikindaleyfi, og mitt í endurhæfingunni, sneri Styrmir aftur til vinnu. „Ég byrjaði að trappa mig upp hægt og rólega, og það gekk ágætlega í byrjun. En ég áttaði mig fljótlega á því að yfirmaðurinn minn hafði greinilega engan hug á að því að breyta því hvernig vinnan mín leit út. Ég settist niður með henni á fundi einn daginn og reyndi að fá einhver svör, einhvern skýrleika varðandi framtíðina þegar ég væri kominn aftur í fullt starf. Það stóð ekki til að ég fengi færri undirmenn eða minni ábyrgð. Svarið sem ég í raun fékk var: „Þetta er bara vinnan þín.“ Mér var ljóst þarna að það átti bara að hækka undir mér hitann smám saman þar til ég væri kominn í sömu sturlunina og hafði brotið mig í spað. Þessi fundur var á föstudegi. Mánudaginn þar á eftir skilaði ég inn uppsagnarbréfinu.Þá fékk ég reyndar annað kjaftshögg, af því að um leið og sjúkratryggingarnar fengu að vita að ég hefði sagt upp þá var klippt á bæturnar sem gerðu mér kleift að vinna minna meðan ég jafnaði mig . Þau tilkynntu mér að með því að segja upp vinnunni væri ég að lýsa því yfir að ég væri fær um fulla vinnu á nýjum stað. Þá tók við virkilega vont tímabil; það var auðvitað hrikalegt að þurfast að horfast í augu við atvinnuleysi og blankheit ofan á allt hitt. En þetta var einfaldlega nauðvörn, ég átti ekki annarra kosta völ. Ég vissi að ég myndi eyðileggja sjálfan mig ef ég myndi halda áfram í þessari vinnu; jafnvel verða óvinnufær fyrir lífstíð. Við þraukuðum þetta einhvern veginn; kláruðum allt spariféð, og á endanum varð ég að sjálfsögðu að finna mér nýja vinnu.“ Styrmir er enn í bataferli.Aðsend Styrmir fékk að lokum starf sem aðstoðarskólastjóri í einkareknum skóla. „Ég var þar í sex mánuði, nógu lengi til að komast að því að gat ekki lengur unnið við þetta. Ég var orðinn svo viðkvæmur fyrir því að sitja undir stanslausum kröfum. Og mig langaði heldur ekki að vinna við þetta lengur; vera endalaust með allt á herðunum og leysa vandamálin hjá öllum öðrum. Ég vildi vinna með krökkum og með fólki en ég gat ekki hugsað mér að vera inni á skrifstofu allan daginn. Á endanum sagði ég upp.“ Í kjölfarið fékk Styrmir vinnu í litlum skóla, þar sem hann starfar í dag. Hann er kominn aftur „á gólfið” eins og hann orðar það, og unir sér vel. „Ég treysti mér hreinlega ekki að fara aftur að kenna. En núna er ég að sjá um tölvumálin, hjálpa kennurunum og nemendunum að takast á við tæknina í starfinu, og ólíkt því sem áður var þá er ég núna að sjá um eðlilegan fjölda af fólki og fæ það svigrúm sem ég þarf. Þess á milli vinn ég með krökkum á frístundaheimilinu, eyði dögunum í að puttaprjóna og föndra með sjö ára krökkum, og ég hef aldrei verið sáttari. Ég á erfitt með að hugsa til þess hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki fengið hjálp á sínum tíma. Líklegast væri ég bara eitt stórt andlegt flak.“ Kulnun er ekki veikleikamerki Það er í rauninni ekki mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og undanfarin ár hefur umræðan um kulnun aukist til muna. En þrátt fyrir það örlar enn á fordómum. „Ég hef tekið eftir þessu í kommentakerfinu, þegar ég hef lesið frásagnir fólks sem hefur lent í kulnun, eða andlegum veikindum. Það eru alltaf einhverjir sem skrifa athugasemdir undir og lýsa því yfir að þetta sé bara einhver aumingjaskapur og væl. Ég held að það örli ennþá á þessu viðhorfi og þessum fordómum, að minnsta kosti hjá eldri kynslóðinni. Og ég finn til með þeim því fordómarnir eru sprottnir af vanþekkingu sem varð til þess að mörg þeirra sem lentu í þessu áður fyrr báru sinn harm í hljóði.“ Samkvæmt könnun Prósents á síðasta ári eru mun fleiri konur í kulnun en karlmenn. Kulnun hjá karlmönnum er engu að síður staðreynd, líkt og Styrmir bendir á. En ef til vill spilar inn í að karllæg vinnugildi eru enn kraumandi og karlmenn eiga oft erfitt með að viðurkenna vanmátt sinn og leita sér hjálpar. Þeir eiga að vera „þéttir á velli og léttir í lund“og velja því frekar að bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði. „Ég fékk það samt aldrei beint á tilfinninguna að ég væri nógu góður heimilisfaðir, eða að ég væri aumingi með því að vera sýna veikleika mína. Það var alltaf bara þessi tilfinning að ég væri „lúser.“Og mér finnst ég ekkert vera eitthvað minni karlmaður þó ég segi hreint og beint út að mér líði illi í sálinni. Þannig er það bara. Kulnun er ekki merki um veikleika. Hún er áminning um að við erum öll bara mennsk og getum ekki gefið endalaust án þess að huga að sjálfum okkur í leiðinni. Ég er búin að ganga í gegnum djöfulegan tíma og hafa það ömurlegt. Ég er búinn að gráta hafsjó af tárum, og hef átt marga daga þar sem ég hef ekki getað komið mér fram úr rúminu. Ég á ennþá erfitt með vissa hluti, ég er ennþá brotinn, og ég er ennþá að vinna í því að púsla mér saman aftur, og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Styrmir segist vona að umræðan um kulnun, og andleg veikindi verði opnari og eðlislægari. Og hann vill leggja sitt af mörkum. „Kanski getur mín saga hjálpað einhverjum,“ segir hann. „Ég veit að það erfitt fyrir marga að tala um þetta og það eru svo margir þarna úti sem eru að þjást í þögn.Það hjálpaði mér svo ótrúlega mikið að vita af því að ég væri ekki einn þegar ég var að takast á við þetta svo ég hef einsett mér að vera opinskár með mína reynslu og leggja spilin á borðið. Ég á þá litlu von að ef ég opinbera mig þá verði það hvatning fyrir aðra, að það verði til einhver jákvæð keðjuverkun. Ég vil reyna að skapa eitthvað gott úr þessu öllu saman.“
Geðheilbrigði Heilsa Streita og kulnun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira