Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 17:49 Tryggvi Snær í leik með Bilbao á síðustu leiktíð Vísir/Getty Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í stuði með liði Bilbao sem mætti Joventut Badalona á heimavelli í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik. Bæði lið voru um miðja deild fyrir leikinn í dag og búist við jöfnum leik. Sú varð þó ekki alveg raunin. Gestirnir frá Badalona tóku frumkvæðið strax í upphafi og þó forystan hafi ekki verið mikil í fyrri hálfleiknum voru þeir ávallt skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 45-38 gestunum í vil en heimamenn náðu að minnka muninn í eitt stig um miðjan þriðja leikhluta. Lið Badalona lauk þriðja leikhlutanum hins vegar á 14-1 kafla og sáu til þess að fjórði leikhlutinn var ekki mikið spennandi. Gestirnir unnu að lokum sextán stiga sigur, staðan 95-79. Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir lið Bilbao. Hann skoraði 14 stig á 25 mínútum og klikkaði aðeins á tveimur skotum. Hann tók þar að auki átta fráköst. Martin meiddur og Elvar mátti þola tap Elvar Már Friðriksson og félagar hans í gríska liðinu Maroussi mættu liði Lavrio á heimavelli í dag. Leikurinn var jafn og spennandi, gestirnir leiddu 41-33 í hálfleik en heimamenn sneru leiknum sér í vil í þriðja leikhlutanum og staðan fyrir lokafjórðunginn var 59-53 Maroussi í vil. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu gestirnir metin í 68-68 og skoruðu þá sjö stig í röð og náðu 75-68 forystu. Heimamenn náðu að minnka muninn á ný og fengu þrjú vítaskot þegar 24 sekúndur voru eftir og minnkuðu þá muninn í 80-77. Þá hófst gamli góði leikurinn að brjóta á andstæðingi og senda þá á vítalínuna. Gestirnir komust í 82-77 og og heimamenn náðu ekki að gera leikinn spennandi. Lokatölur 84-79 fyrir liði Lavrio. Elvar Már lék í tæplega þrjátíu mínútur fyrir lið Maroussi og skoraði 16 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Þá tapaði Alba Berlin, lið Martins Hermannssonar, 96-93 gegn liði Vechta. Martin var ekki í leikmannahópi Alba vegna meiðsla. Spænski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sjá meira
Bæði lið voru um miðja deild fyrir leikinn í dag og búist við jöfnum leik. Sú varð þó ekki alveg raunin. Gestirnir frá Badalona tóku frumkvæðið strax í upphafi og þó forystan hafi ekki verið mikil í fyrri hálfleiknum voru þeir ávallt skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 45-38 gestunum í vil en heimamenn náðu að minnka muninn í eitt stig um miðjan þriðja leikhluta. Lið Badalona lauk þriðja leikhlutanum hins vegar á 14-1 kafla og sáu til þess að fjórði leikhlutinn var ekki mikið spennandi. Gestirnir unnu að lokum sextán stiga sigur, staðan 95-79. Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir lið Bilbao. Hann skoraði 14 stig á 25 mínútum og klikkaði aðeins á tveimur skotum. Hann tók þar að auki átta fráköst. Martin meiddur og Elvar mátti þola tap Elvar Már Friðriksson og félagar hans í gríska liðinu Maroussi mættu liði Lavrio á heimavelli í dag. Leikurinn var jafn og spennandi, gestirnir leiddu 41-33 í hálfleik en heimamenn sneru leiknum sér í vil í þriðja leikhlutanum og staðan fyrir lokafjórðunginn var 59-53 Maroussi í vil. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu gestirnir metin í 68-68 og skoruðu þá sjö stig í röð og náðu 75-68 forystu. Heimamenn náðu að minnka muninn á ný og fengu þrjú vítaskot þegar 24 sekúndur voru eftir og minnkuðu þá muninn í 80-77. Þá hófst gamli góði leikurinn að brjóta á andstæðingi og senda þá á vítalínuna. Gestirnir komust í 82-77 og og heimamenn náðu ekki að gera leikinn spennandi. Lokatölur 84-79 fyrir liði Lavrio. Elvar Már lék í tæplega þrjátíu mínútur fyrir lið Maroussi og skoraði 16 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Þá tapaði Alba Berlin, lið Martins Hermannssonar, 96-93 gegn liði Vechta. Martin var ekki í leikmannahópi Alba vegna meiðsla.
Spænski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Fleiri fréttir Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur