„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:07 Brynjar Karl Sigurðsson er þjálfari Aþenu. Vísir/Hulda margrét Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira