Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar 17. nóvember 2024 20:31 Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun