Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar 18. nóvember 2024 09:16 Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar