Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:45 Flokkur fólksins stendur fyrir margt en megináhersla er á að ekkert þjóðfélag getur verið án heimila. Heimilið er í raun grunnforsenda öryggis. Við búum á Íslandi í samfélagi sem þýðir að við sem þjóð erum í raun ein stór fjölskylda. Ef einhver þegn glímir við vanda sem hann ræður af einhverjum orsökum ekki við að leysa úr, komum við hin sem erum á betri stað í lífinu hvort heldur fjárhagslega eða persónulega, til hjálpar. Þessi hjálp kemur að sama skapi til okkar sé fótum kippt undan okkur og grunnstoðum tilveru okkar. Svoleiðis virkar samtryggingin. Íslenska þjóðin hefur margoft þegar samlandar okkar verða fyrir áfalli opinberað þjóðarsál sína sem er engri lík. Flokkur fólksins hefur frá upphafi sett hagsmuni eldra fólks í forgang og hefur einn flokka á Alþingi átt frumkvæði að gagngerum umbótum á lífsskilyrðum þeirra og aðstæðum. Íslendingar lifa nú lengur af ástæðum sem er okkur flestum kunnar. Meðal baráttumála fyrir þennan hóp er að tryggja aukið framboð húsnæðis fyrir eldra fólk og tryggja með lögum að öryrkjar og eldri borgarar fái 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Listinn er lengri og má sjá hann í stefnuskrá Flokks fólksins. Ævikvöldið Eldra fólk á Íslandi hefur það alla jafna gott. Það nýtur ævikvöldsins og nýtur afraksturs vinnu sinnar og framlegðar til samfélagsins. Grunnforsenda þess að njóta ævikvöldsins er fyrst og síðast að búa við ágæta heilsu við öruggar aðstæður. Ellikerling lætur eðli málsins samkvæmt á sér kræla þegar komið er á þetta ævistig. Flokkurinn hefur barist fyrir frá upphafi hans að stofnað verði embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Meginhlutverk hagsmunafulltrúa er að skoða málefni eldri borgara og halda utan um hagsmuni þeirra, fylgjast með aðhlynningu og aðbúnaði. Hann myndi kortleggja stöðuna í húsnæðismálum aldraðra, heimahjúkrun og dægradvöl og fylgjast með framkvæmd heimaþjónustu. Lengi legið á Landspítalanum Þeir eru ófáir sem hafa þurft að dvelja á Landspítala vikum eða mánuðum saman löngu eftir að meðferð er lokið vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Skortur er á hjúkrunarrýmum og sérstaklega er skortur á plássum á hjúkrunarheimilum fyrir eldra fólk sem þarf fulla þjónustu og mikla umönnun. Einnig er löng bið eftir hvíldarinnlögn. Hluti þeirra sem „hafa dagað“ uppi á sjúkrahúsi kemst ekki heim vegna manneklu í heimaþjónustu. Mannekla er rótgróið mein í umönnunarstörfum. Flestir vilja búa sem lengst heima hjá sér og ganga hugmyndir nútímans út á að veita þeim sem vilja og geta búið heima þann möguleika. Ýmist vill fólk halda áfram að búa á sínu gamla heimili eða flytjast í sjálfstæða búsetu sem er hannað með þjónustuþarfir þessa aldurshóps að leiðarljósi.Flokkur Fólksins vill róttækar aðgerðir í þessum málum strax. Komist Flokkur fólksins til áhrifa á þingi mun hann ráðast í að gera stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma. Efri árin eiga að vera gæðaár, ár sem ekki eiga að einkennast eða litast af kvíða og óvissu. Andlega hliðin Það eru ekki einvörðungu aðstæður fólks sem komin eru á þetta aldursskeið sem eru mismunandi eins og gengur heldur einnig andlega hliðin. Sem sálfræðingur með víðtæka reynslu hefur mér verið sérstaklega umhugað um að þessi hópur gleymist ekki, einangrist og líði fyrir einmanaleika. Sumir hafa misst maka sína og ekki eru allir sem eiga fjölskyldu sem getur hlaupið undir bagga eða stytt stundir. Þess vegna hef ég lengi talað fyrir mikilvægi þess að þeir sem búa heima eða á hjúkrunarheimili fái sálfélagslegan stuðning til að draga úr líkum á einmanaleika og samhliða virkja fjölþættar heilsueflandi aðgerðir. Þjónustu sem þessa þarf að formgera og virkja með skilvirkum hætti og vera aðgengileg án tafa. Kæri kjósandi Við frambjóðendur í Flokki fólksins erum ótrúlegt baráttufólk þótt ég segi sjálf frá. Í flokknum er samsafn einstaklinga sem vílar ekkert fyrir sér að berjast með kjafti og klóm þegar kemur að sanngirnismálum, auknu réttlæti og jöfnuði. Við viljum einnig sjá meiri mennsku í kerfinu, betri hlustun og að tekið sé meira tillit til einstaklingsþarfa. Við viljum ekki sjá fólki varpað fyrir borð án björgunarhrings. Nú stendur Ísland á krossgötum. Breytinga er þörf, skipta þarf um fólk í brúnni. Flokkur fólksins vill endurvekja drauminn um öruggt heimili fyrir alla til að geta lifað öruggu lífi. Heimili er aðalgrunnstoðin og án heimilis þrífst enginn sama á hvaða aldursbili hann er. Flokkur fólksins er kominn með reynslu og hefur á að skipa valið fólk í hverju sæti, hokið af lífsins reynslu með raunverulegar lausnir í farteskinu. Við erum málsvarar minnihlutahópa og þeirra sem minna mega sín og við stöndum ótrauð fast í þeirri trú að ríkið beri og eigi að axla ábyrgð á framtíð og öryggi. Setjum x-ið við bókstafinn F. Fólkið fyrst – og svo allt hitt Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi og skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins stendur fyrir margt en megináhersla er á að ekkert þjóðfélag getur verið án heimila. Heimilið er í raun grunnforsenda öryggis. Við búum á Íslandi í samfélagi sem þýðir að við sem þjóð erum í raun ein stór fjölskylda. Ef einhver þegn glímir við vanda sem hann ræður af einhverjum orsökum ekki við að leysa úr, komum við hin sem erum á betri stað í lífinu hvort heldur fjárhagslega eða persónulega, til hjálpar. Þessi hjálp kemur að sama skapi til okkar sé fótum kippt undan okkur og grunnstoðum tilveru okkar. Svoleiðis virkar samtryggingin. Íslenska þjóðin hefur margoft þegar samlandar okkar verða fyrir áfalli opinberað þjóðarsál sína sem er engri lík. Flokkur fólksins hefur frá upphafi sett hagsmuni eldra fólks í forgang og hefur einn flokka á Alþingi átt frumkvæði að gagngerum umbótum á lífsskilyrðum þeirra og aðstæðum. Íslendingar lifa nú lengur af ástæðum sem er okkur flestum kunnar. Meðal baráttumála fyrir þennan hóp er að tryggja aukið framboð húsnæðis fyrir eldra fólk og tryggja með lögum að öryrkjar og eldri borgarar fái 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust. Listinn er lengri og má sjá hann í stefnuskrá Flokks fólksins. Ævikvöldið Eldra fólk á Íslandi hefur það alla jafna gott. Það nýtur ævikvöldsins og nýtur afraksturs vinnu sinnar og framlegðar til samfélagsins. Grunnforsenda þess að njóta ævikvöldsins er fyrst og síðast að búa við ágæta heilsu við öruggar aðstæður. Ellikerling lætur eðli málsins samkvæmt á sér kræla þegar komið er á þetta ævistig. Flokkurinn hefur barist fyrir frá upphafi hans að stofnað verði embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Meginhlutverk hagsmunafulltrúa er að skoða málefni eldri borgara og halda utan um hagsmuni þeirra, fylgjast með aðhlynningu og aðbúnaði. Hann myndi kortleggja stöðuna í húsnæðismálum aldraðra, heimahjúkrun og dægradvöl og fylgjast með framkvæmd heimaþjónustu. Lengi legið á Landspítalanum Þeir eru ófáir sem hafa þurft að dvelja á Landspítala vikum eða mánuðum saman löngu eftir að meðferð er lokið vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Skortur er á hjúkrunarrýmum og sérstaklega er skortur á plássum á hjúkrunarheimilum fyrir eldra fólk sem þarf fulla þjónustu og mikla umönnun. Einnig er löng bið eftir hvíldarinnlögn. Hluti þeirra sem „hafa dagað“ uppi á sjúkrahúsi kemst ekki heim vegna manneklu í heimaþjónustu. Mannekla er rótgróið mein í umönnunarstörfum. Flestir vilja búa sem lengst heima hjá sér og ganga hugmyndir nútímans út á að veita þeim sem vilja og geta búið heima þann möguleika. Ýmist vill fólk halda áfram að búa á sínu gamla heimili eða flytjast í sjálfstæða búsetu sem er hannað með þjónustuþarfir þessa aldurshóps að leiðarljósi.Flokkur Fólksins vill róttækar aðgerðir í þessum málum strax. Komist Flokkur fólksins til áhrifa á þingi mun hann ráðast í að gera stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma. Efri árin eiga að vera gæðaár, ár sem ekki eiga að einkennast eða litast af kvíða og óvissu. Andlega hliðin Það eru ekki einvörðungu aðstæður fólks sem komin eru á þetta aldursskeið sem eru mismunandi eins og gengur heldur einnig andlega hliðin. Sem sálfræðingur með víðtæka reynslu hefur mér verið sérstaklega umhugað um að þessi hópur gleymist ekki, einangrist og líði fyrir einmanaleika. Sumir hafa misst maka sína og ekki eru allir sem eiga fjölskyldu sem getur hlaupið undir bagga eða stytt stundir. Þess vegna hef ég lengi talað fyrir mikilvægi þess að þeir sem búa heima eða á hjúkrunarheimili fái sálfélagslegan stuðning til að draga úr líkum á einmanaleika og samhliða virkja fjölþættar heilsueflandi aðgerðir. Þjónustu sem þessa þarf að formgera og virkja með skilvirkum hætti og vera aðgengileg án tafa. Kæri kjósandi Við frambjóðendur í Flokki fólksins erum ótrúlegt baráttufólk þótt ég segi sjálf frá. Í flokknum er samsafn einstaklinga sem vílar ekkert fyrir sér að berjast með kjafti og klóm þegar kemur að sanngirnismálum, auknu réttlæti og jöfnuði. Við viljum einnig sjá meiri mennsku í kerfinu, betri hlustun og að tekið sé meira tillit til einstaklingsþarfa. Við viljum ekki sjá fólki varpað fyrir borð án björgunarhrings. Nú stendur Ísland á krossgötum. Breytinga er þörf, skipta þarf um fólk í brúnni. Flokkur fólksins vill endurvekja drauminn um öruggt heimili fyrir alla til að geta lifað öruggu lífi. Heimili er aðalgrunnstoðin og án heimilis þrífst enginn sama á hvaða aldursbili hann er. Flokkur fólksins er kominn með reynslu og hefur á að skipa valið fólk í hverju sæti, hokið af lífsins reynslu með raunverulegar lausnir í farteskinu. Við erum málsvarar minnihlutahópa og þeirra sem minna mega sín og við stöndum ótrauð fast í þeirri trú að ríkið beri og eigi að axla ábyrgð á framtíð og öryggi. Setjum x-ið við bókstafinn F. Fólkið fyrst – og svo allt hitt Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi og skipar 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun