Bókadómur: Þörf bók um missi Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 18. nóvember 2024 10:52 Þeir John Dougherty og Thomas Docherty eru höfundar bókarinnar Héraholan þar sem fjallað er um erfiðar tilfinningar, sorg og missi. Barnabókin Héraholan er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Bókin tekur á missi og sorg. Hér skrifar Díana Sjöfn Jóhannsdóttir um bókina. Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira