Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar 18. nóvember 2024 11:01 Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun