Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:17 Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun