Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson og Jóna Þórey Pétursdóttir skrifa 19. nóvember 2024 17:31 Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar