Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:47 „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun