Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:02 Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar