Innlent

Pall­borðið: Er harka að færast í leikinn?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Staðan í skoðanakönnunum og nýjustu vendingar í kosningabaráttunni verða til umræðu í Pallborðinu í dag.
Staðan í skoðanakönnunum og nýjustu vendingar í kosningabaráttunni verða til umræðu í Pallborðinu í dag.

Ein og hálf vika er til þingkosninga og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum og -spám mun baráttan á toppnum standa á milli Samfylkingar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins.

Staðan í skoðanakönnunum og vendingar síðust daga og vikur verða til umræðu í Pallborðinu sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. 

Gestir verða Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata í Reykjavík norður, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Spennan að magnast

Samkvæmt nýju kosningalíkani Meitils keppast Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn um að verða stærsti flokkurinn í kosningunum en ef horft er á miðgildi líkansins ná Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn ekki með einn einasta mann inni.

Nokkrar vendingar hafa átt sér stað; dómsmálaráðherra sökuð um að misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni, frambjóðandi Samfylkingar afsalað sér mögulegu þingsæti og sérlegur aðstoðarmaður forsætisráðherra skipaður til starfa og settur út í kuldann í matvælaráðuneytinu.

Þetta og margt fleira verður til umræðu í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Stjórnandi verður Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×