Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 13:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið í morgun og þakka Rannveigu Sigurðdardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fyrir samstarfið. Vísir/Vilhelm Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sat sinn síðasta kynningarfund peningastefnunefndar í morgun en hún lætur af störfum þegar skipunartími hennar rennur út um áramótin. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nýtti tækifærið við lok fundarins til að þakka Rannveigu fyrir sitt framlag en enginn hefur lengri reynslu en Rannveig af vettvangi peningastefnunefndar. „Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum. Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
„Af 125 fundum nefndarinnar frá upphafi þá hef ég setið alla nema einn og tekið ákvarðanir á fjórðungi þeirra. Þannig þetta verður mjög áhugavert að horfa á þetta í febrúar og vita hvort ég geti rétt til um hvað nefndin vilji gera,“ sagði Rannveig létt í bragði við tilefnið. Þá þakkaði hún kollegum sínum fyrir samstarfið og nýtti einnig tækifærið til að þakka fulltrúum greiningardeilda fjármálastofnanna sem viðstaddir voru á kynningarfundinum. Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. Hefði mátt vera minni verðbólga og minna um áföll „Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími, það hefði mátt vera…“ sagði Rannveig þegar Ásgeir Jónsson greip létt fram í og botnaði setninguna: „…minni verðbólga?“ sagði Ásgeir og uppskar við það hlátur í salnum. „Alltaf minni verðbólga en líka minni áföll,“ hélt Rannveig áfram og rifjaði sérstaklega upp að þegar peningastefnunefndin tók til starfa hafi Ísland verið statt í miðju „fjármálaáfalli“. Þá hafi aðstæður einnig verið krefjandi þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. „Þar sem við meðal annars fáum lækna á fund til þess að fara yfir málin með okkur sem er ekki mjög venjulegt,“ sagði Rannveig sem nefndi jafnframt að gríðarlegur vöxtur hafi verið í ferðaþjónustunni á tímabilinu. „Þetta er aldrei beina brautin eða lognmolla, það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við þetta starf er það að það er sjaldan kleinuástand í íslensku hagkerfi,“ sagði Rannveig. Hún var hógvær þegar hún nefndi einnig að sennilega taki hún með sér töluvert stofnanaminni úr Seðlabankanum enda enginn sem hefur setið jafn marga fundi peningastefnunefndar frá upphafi. „Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Vistaskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira