Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 14:28 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnar því að stýrivextir hafi lækkað í morgun en segir að þeir séu ennþá allt of háir. Nú standa meginvextir bankans í 8,5%. Vísir/Arnar Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir. Ákvörðun Seðlabankans um áframhaldandi vaxtalækkunarferli gladdi að vonum marga í morgun en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þar engin undantekning og að nú geti þjóðin farið bjartsýn inn í komandi mánuði. „Það er ekki síður ánægjulegt að sjá að Seðlabankinn er að taka verðbólguvæntingarnar fram á við niður um alveg heilt prósentustig þannig að Seðlabankinn er að segja að glíman við verðbólguna gengur betur en við sáum fyrir fyrir nokkrum misserum síðan, það er mjög jákvætt, síðan birti Seðlabankinn einnig í dag samanburð á milli Íslands og annarra ríkja sem setur ísland í algjöran sérflokk þegar kemur að því að hafa endurheimt framleiðslugetuna eftir heimsfaraldur þegar kemur að því að skapa störf.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjáflstæðisflokksins, segir mörg jákvæð tíðindi hafa borist frá Seðlabankanum í morgun.Vísir Vilhelm Bjarni segir að nú sé uppskera eftir að hafa rekið aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. „Það tók tíma fyrir vextina að vinna á verðbólguna en ábyrgir kjarasamningar fyrr á þessu ári eru núna að fara að skila sér þannig að við erum á vissan hátt komin á beinu brautina en það þarf að klára verkefnið og ég er að leggja áherslu á það núna fyrir þessar kosningar að menn fari ekki að rífa í stýrið og breyta um stefnu með stórauknum ríkisútgjöldum, nýjum sköttum og gæla við að fara í Evrópusambandið til að vinna þetta verkefni til enda, þess þarf ekki, við þurfum bara að halda haus, sýna aga og klára þetta mál.“ Segir festu hafa skort í ríkisfjármálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir séu þó enn allt of háir. „Það hefur auðvitað skort festu í ríkisfjármálunum sem hefur verið mjög dýru verði keypt fyrir heimilin. Það er kannski ekki furða að verðbólgan sé byrjuð að hjaðna og byrjuð að hægja verulega á sér eins og húsbyggingar og annað vegna þess að það er búið að vera mjög hátt vaxtastig í mjög langan tíma. Ríkisstjórnin hefur í rauninni tekið þá ákvörðun að brjóta verðbólguna á bakinu á venjulegu vinnandi fólki - millistéttinni í landinu - sem er núna búin að greiða fjörutíu milljarða viðbótar í vaxtakostnað undanfarið ár út af þessari stefnu.“ Kristrún kveðst mjög meðvituð um mikilvægi þess ríkið verði ekki rekið áfram á yfirdrætti, eins og hún kemst að orði. „Við munum ekki fara af stað með verkefni sem eykur halla ríkissjóðs umfram það sem núna er vegna þess að við vitum líka að stærsta einstaka kjarabótin fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu verður áframhaldandi lækkun vaxta þannig að það verður að vera ábyrgð í öllum kosningaloforðum og við höfum stillt upp skýru plani í því samhengi og ætlum okkur að negla niður vextina á næsta kjörtímabili,“ segir Kristrún. Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03 Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50 Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um áframhaldandi vaxtalækkunarferli gladdi að vonum marga í morgun en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þar engin undantekning og að nú geti þjóðin farið bjartsýn inn í komandi mánuði. „Það er ekki síður ánægjulegt að sjá að Seðlabankinn er að taka verðbólguvæntingarnar fram á við niður um alveg heilt prósentustig þannig að Seðlabankinn er að segja að glíman við verðbólguna gengur betur en við sáum fyrir fyrir nokkrum misserum síðan, það er mjög jákvætt, síðan birti Seðlabankinn einnig í dag samanburð á milli Íslands og annarra ríkja sem setur ísland í algjöran sérflokk þegar kemur að því að hafa endurheimt framleiðslugetuna eftir heimsfaraldur þegar kemur að því að skapa störf.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjáflstæðisflokksins, segir mörg jákvæð tíðindi hafa borist frá Seðlabankanum í morgun.Vísir Vilhelm Bjarni segir að nú sé uppskera eftir að hafa rekið aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. „Það tók tíma fyrir vextina að vinna á verðbólguna en ábyrgir kjarasamningar fyrr á þessu ári eru núna að fara að skila sér þannig að við erum á vissan hátt komin á beinu brautina en það þarf að klára verkefnið og ég er að leggja áherslu á það núna fyrir þessar kosningar að menn fari ekki að rífa í stýrið og breyta um stefnu með stórauknum ríkisútgjöldum, nýjum sköttum og gæla við að fara í Evrópusambandið til að vinna þetta verkefni til enda, þess þarf ekki, við þurfum bara að halda haus, sýna aga og klára þetta mál.“ Segir festu hafa skort í ríkisfjármálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir séu þó enn allt of háir. „Það hefur auðvitað skort festu í ríkisfjármálunum sem hefur verið mjög dýru verði keypt fyrir heimilin. Það er kannski ekki furða að verðbólgan sé byrjuð að hjaðna og byrjuð að hægja verulega á sér eins og húsbyggingar og annað vegna þess að það er búið að vera mjög hátt vaxtastig í mjög langan tíma. Ríkisstjórnin hefur í rauninni tekið þá ákvörðun að brjóta verðbólguna á bakinu á venjulegu vinnandi fólki - millistéttinni í landinu - sem er núna búin að greiða fjörutíu milljarða viðbótar í vaxtakostnað undanfarið ár út af þessari stefnu.“ Kristrún kveðst mjög meðvituð um mikilvægi þess ríkið verði ekki rekið áfram á yfirdrætti, eins og hún kemst að orði. „Við munum ekki fara af stað með verkefni sem eykur halla ríkissjóðs umfram það sem núna er vegna þess að við vitum líka að stærsta einstaka kjarabótin fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu verður áframhaldandi lækkun vaxta þannig að það verður að vera ábyrgð í öllum kosningaloforðum og við höfum stillt upp skýru plani í því samhengi og ætlum okkur að negla niður vextina á næsta kjörtímabili,“ segir Kristrún.
Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03 Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50 Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. 20. nóvember 2024 12:03
Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. 20. nóvember 2024 10:50
Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr því að vera 9% og niður í 8,5%. 20. nóvember 2024 09:02