Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar 20. nóvember 2024 21:01 Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður og formaður Lýðræðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, rituðu grein sem birtist á Vísi 27. október síðastliðinn. Bar greinin yfirskriftina Róttækar og tafarlausar umbætur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér stefnu Lýðræðisflokksins í hælisleitendamálum er bent á að lesa greinina. Þrátt fyrir að höfundar hennar hafi gert sitt besta til að útskýra vandann sem fylgir frjálsri för á EES- og Schengen-svæðunum, virðist það ekki hafa skilað sér til Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, hvað þá annarra flokka. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum nýja stefnu stjórnvalda um málefni landamæra. Þá ritaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins grein í Morgunblaðið 20. nóvember síðastliðinn þar sem hann útlistaði stefnu sína varðandi hælisleitendakerfið. Hvorki Guðrún né Sigmundur virðast átta sig á því í fyrsta lagi, að eina leiðin til að stöðva straum hælisleitenda er að leggja hæliskerfið alveg niður, en taka eingöngu á móti kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Í öðru lagi virðast þau ekki átta sig á því að eina leiðin til að uppræta starfsemi erlendra glæpasamtaka á Íslandi er að taka upp vegabréfsáritanir til landsins fyrir alla útlendinga. Það hefur einnig þann kost að veita yfirsýn yfir fjölda ferðamanna og auðveldara verður að leggja komugjald á þá. Aðeins með vegabréfsáritunum verður framkvæmanlegt að vísa mönnum frá landinu áður en þeir eru komnir inn í það. Allt kapp verður að leggja á að glæpamenn eða fólk sem ekki getur séð fyrir sér sjálft komist ekki inn í landið. Annars verður margfalt erfiðara og tímafrekara að koma þeim úr landinu m.a. vegna tengingar laga um útlendinga við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, Dyflinnar-reglugerðina og Schengen-samninginn. Reglur sem hvorki Guðrún né Sigmundur ætla að víkja til hliðar. Tillögur Lýðræðisflokksins fela raunverulega í sér fulla stjórn á landamærunum, en tillögur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins duga skammt. Eyja í Norður-Atlantshafi á að geta varið landamæri sín gagnvart hinu norræna ástandi sem lögreglumenn hafa nýlega varað við. Ef menn vilja breytingar, þá verða þeir að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti hjá Lýðræðisflokknum í Reykjavík suður og er fyrrverandi lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun