LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 07:30 Það er ekki útilokað að LeBron James njóti lífsins mun betur án samfélagsmiðla. Getty/Wally Skalij Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum. James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik