Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun