Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar