Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 22. nóvember 2024 08:48 Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja segir mikilvægi reykskynjara hafa margsannað sig. Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur nú yfir, 31 árið í röð. Markmið átaksins er vekja athygli á eldvörnum og öryggi á heimilum. Sem fyrr er höfuðáhersla lögð á mikilvægi reykskynjara. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að skerpa þurfi á mikilvægi reykskynjara þegar kemur að öryggi heimafyrir. Þeir bjargi mannslífum. „Nýleg dæmi hafa sannað að þessi mál eru alls ekki í lagi allsstaðar. Það er ekki reykskynjari í hverju rými heimila eins og á að vera,“ segir Gunnar. Þá þurfi að prófa reykskynjarana reglulega og skipta um rafhlöðu árlega til að tryggja virkni þeirra. Slökkvitæki og eldvarnarteppi eru einnig hluti af brunavörnum heimila og þá þurfi að huga að flóttaleiðum, komi upp eldur. Gunnar segir tilkomu snjall- og raftækja reyna enn frekar á eldvarnir heimilanna. Breyttur lífsstíll kallar enn frekar á öruggar eldvarnir „Lífsstíll okkar hefur breyst frá því krakkar voru allan daginn úti að leika sér. Nú eru þau mikið innivið heima með síma og tölvur í höndunum. Þessi raftæki eru oft í hleðslu, jafnvel uppi í rúmi! Það verður skilyrðislaust að vera reykskynjari í hverju herbergi heimilisins,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru raftæki tiltölulega örugg, svo lengi sem rafhlaðan er ekki skemmd en það getur kviknað í nánast öllu sem tengist rafmagni,“ bætir hann við. Hlaða verði tæki í öruggu umhverfi, hlaða til dæmis rafhlaupahjól ekki inni í forstofu með föt hangandi yfir og þá er ekki skynsamlegt að hlaða tækin á nóttunni. Hér er Gunnar ásamt samstarfsfólki sínu hjá Brunavörnum Suðurnesja þegar Eldvarnarátakinu var ýtt úr vör á miðvikudaginn í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Fræðsla til barna skilar sér heima Slökkviliðsmenn um allt land heimsækja nú grunnskóla og fræða átta ára nemendur um eldvarnir, mikilvægi reykskynjara og flóttaleiðir. Fræðsla í grunnskólum og leikskólum skili auknum eldvörnum heimafyrir. Gunnar hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 22 ár en sem verkefnastjóri eldvarna frá árinu 2019. Í starfi sínu fer Gunnar í öll fyrirtæki og stofnanir, skóla og leikskóla á Suðurnesjum einu sinni á ári við eftirlit og sinnir einnig kennslu og forvarnarstarfi, eldvarnafræðslu, slökkvitækjafræðslu og rýmingaræfingum. Gunnar segir krakkana mjög áhugasama og komi fróðleiknum til skila til foreldra. Skólastjóri Heiðarskóla var sóttur með körfubíl af svölum meðan nemendur skólans fylgdust með. „Að heimsækja 3. bekk er með því skemmtilegra sem við gerum. Krakkarnir drekka í sig þekkinguna eins og svampar og það hefur sannað sig margoft, þau eru eldklár. Við hömrum vel á neyðarnúmerinu við þau ef þau þurfa hjálp og förum yfir hvenær og hvernig þau nota 112, hver svarar þegar þau hringja og hvað gerist í framhaldinu. Við förum vel yfir allt sem viðkemur reykskynjurum og þau fara með það heim til foreldra sinna og vilja fá að sjá hvar reykskynjararnir eru staðsettir heima hjá þeim, heyra hvort þeir virka og hvort búið sé að skipta um rafhlöður. Við tölum einnig mikið um flóttaleiðir, til hvers við þurfum að hafa þær og það finnst þeim mjög spennandi,“ segir Gunnar. Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla fékk ýtarlega fræðslu um eldvarnir áður en rýmingaræfing fór fram. Við fræðsluna notar Slökkviliðið sérstakt fræðsluefni fyrir börn, teiknimynd um þau Loga og Glóð og Brennu-Varg sem slegið hefur í gegn hjá krökkunum. Loks fá þau með sér handbók heim um eldvarnir heimilisins. „Krakkarnir taka einnig þátt í eldvarnargetraun þar sem þau svara spurningum um eldvarnir og skila lausnunum til kennarans sem sendir þær til okkar. Við drögum svo úr pottinum og veitum vegleg verðlaun á 112- deginum sem er 11. febrúar á hverju ári,“ segir Gunnar. Öllu er til tjaldað þegar Eldvarnarátakinu er ýtt úr vör. Tímabil kertaljósa að ganga í garð Aðventan nálgast þá stingum við jólaseríum í samband innandyra og kveikjum gjarnan á kertum. Gunnar minnir á að skilja ekki opinn eld eftir eftirlitslausan. Fylgjast þurfi vel með kertaskreytingum og passa vel að staðsetja kertaljós ekki nálægt gluggatjöldum eða öðru sem logi gæti læst sig í. Hann ráðleggur einnig að fara vel yfir gömul fjöltengi og jólaseríur og henda þeim sem farið er að trosna út úr rafmagnsvírum. „Nú eru að koma jól og þá verðum við öll að vera á tánum, það kviknar oft í út frá rafmagni eða við matseld og þá verðum við að hafa sérstaka aðgát með opinn eld.“ Hvað á að gera ef eldur kemur upp? „Slökkva hann ef hægt er en annars að koma öllum út og þá reynir á að heimilisfólk þekki flóttaleiðirnar og hringja í 112.“ Þakka stuðning við brýnt verkefni Eldvarnarátakið fer fram með dyggum stuðningi 112, HMS, SHS, SKEL, Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, Ólafs Gíslasonar og fleiri. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þakkar stuðninginn. Slökkvilið Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Nýleg dæmi hafa sannað að þessi mál eru alls ekki í lagi allsstaðar. Það er ekki reykskynjari í hverju rými heimila eins og á að vera,“ segir Gunnar. Þá þurfi að prófa reykskynjarana reglulega og skipta um rafhlöðu árlega til að tryggja virkni þeirra. Slökkvitæki og eldvarnarteppi eru einnig hluti af brunavörnum heimila og þá þurfi að huga að flóttaleiðum, komi upp eldur. Gunnar segir tilkomu snjall- og raftækja reyna enn frekar á eldvarnir heimilanna. Breyttur lífsstíll kallar enn frekar á öruggar eldvarnir „Lífsstíll okkar hefur breyst frá því krakkar voru allan daginn úti að leika sér. Nú eru þau mikið innivið heima með síma og tölvur í höndunum. Þessi raftæki eru oft í hleðslu, jafnvel uppi í rúmi! Það verður skilyrðislaust að vera reykskynjari í hverju herbergi heimilisins,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru raftæki tiltölulega örugg, svo lengi sem rafhlaðan er ekki skemmd en það getur kviknað í nánast öllu sem tengist rafmagni,“ bætir hann við. Hlaða verði tæki í öruggu umhverfi, hlaða til dæmis rafhlaupahjól ekki inni í forstofu með föt hangandi yfir og þá er ekki skynsamlegt að hlaða tækin á nóttunni. Hér er Gunnar ásamt samstarfsfólki sínu hjá Brunavörnum Suðurnesja þegar Eldvarnarátakinu var ýtt úr vör á miðvikudaginn í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Fræðsla til barna skilar sér heima Slökkviliðsmenn um allt land heimsækja nú grunnskóla og fræða átta ára nemendur um eldvarnir, mikilvægi reykskynjara og flóttaleiðir. Fræðsla í grunnskólum og leikskólum skili auknum eldvörnum heimafyrir. Gunnar hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 22 ár en sem verkefnastjóri eldvarna frá árinu 2019. Í starfi sínu fer Gunnar í öll fyrirtæki og stofnanir, skóla og leikskóla á Suðurnesjum einu sinni á ári við eftirlit og sinnir einnig kennslu og forvarnarstarfi, eldvarnafræðslu, slökkvitækjafræðslu og rýmingaræfingum. Gunnar segir krakkana mjög áhugasama og komi fróðleiknum til skila til foreldra. Skólastjóri Heiðarskóla var sóttur með körfubíl af svölum meðan nemendur skólans fylgdust með. „Að heimsækja 3. bekk er með því skemmtilegra sem við gerum. Krakkarnir drekka í sig þekkinguna eins og svampar og það hefur sannað sig margoft, þau eru eldklár. Við hömrum vel á neyðarnúmerinu við þau ef þau þurfa hjálp og förum yfir hvenær og hvernig þau nota 112, hver svarar þegar þau hringja og hvað gerist í framhaldinu. Við förum vel yfir allt sem viðkemur reykskynjurum og þau fara með það heim til foreldra sinna og vilja fá að sjá hvar reykskynjararnir eru staðsettir heima hjá þeim, heyra hvort þeir virka og hvort búið sé að skipta um rafhlöður. Við tölum einnig mikið um flóttaleiðir, til hvers við þurfum að hafa þær og það finnst þeim mjög spennandi,“ segir Gunnar. Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla fékk ýtarlega fræðslu um eldvarnir áður en rýmingaræfing fór fram. Við fræðsluna notar Slökkviliðið sérstakt fræðsluefni fyrir börn, teiknimynd um þau Loga og Glóð og Brennu-Varg sem slegið hefur í gegn hjá krökkunum. Loks fá þau með sér handbók heim um eldvarnir heimilisins. „Krakkarnir taka einnig þátt í eldvarnargetraun þar sem þau svara spurningum um eldvarnir og skila lausnunum til kennarans sem sendir þær til okkar. Við drögum svo úr pottinum og veitum vegleg verðlaun á 112- deginum sem er 11. febrúar á hverju ári,“ segir Gunnar. Öllu er til tjaldað þegar Eldvarnarátakinu er ýtt úr vör. Tímabil kertaljósa að ganga í garð Aðventan nálgast þá stingum við jólaseríum í samband innandyra og kveikjum gjarnan á kertum. Gunnar minnir á að skilja ekki opinn eld eftir eftirlitslausan. Fylgjast þurfi vel með kertaskreytingum og passa vel að staðsetja kertaljós ekki nálægt gluggatjöldum eða öðru sem logi gæti læst sig í. Hann ráðleggur einnig að fara vel yfir gömul fjöltengi og jólaseríur og henda þeim sem farið er að trosna út úr rafmagnsvírum. „Nú eru að koma jól og þá verðum við öll að vera á tánum, það kviknar oft í út frá rafmagni eða við matseld og þá verðum við að hafa sérstaka aðgát með opinn eld.“ Hvað á að gera ef eldur kemur upp? „Slökkva hann ef hægt er en annars að koma öllum út og þá reynir á að heimilisfólk þekki flóttaleiðirnar og hringja í 112.“ Þakka stuðning við brýnt verkefni Eldvarnarátakið fer fram með dyggum stuðningi 112, HMS, SHS, SKEL, Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, Ólafs Gíslasonar og fleiri. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þakkar stuðninginn.
Slökkvilið Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira