Slökkvilið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði. Innlent 20.10.2025 23:00 Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36 Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Innlent 16.10.2025 06:50 Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Innlent 15.10.2025 21:11 „Það er allt svart þarna inni“ Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Innlent 15.10.2025 12:11 Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettatröð á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er húsið um það bil 900 fm að stærð og hýsir Köfunarþjónustu Sigurðar og bílapartasölu. Innlent 15.10.2025 06:52 „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða. Innlent 14.10.2025 12:24 Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Eldur kviknaði í Nytjamarkaðinum á Selfossi rétt fyrir klukkan tólf. Innlent 14.10.2025 12:11 Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Eldur kviknaði í bílakjallara í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ólafssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komu iðnaðarmenn á svæðið í morgun og urðu varir við eld. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 14.10.2025 08:08 Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Slökkvilið Fjallabyggðar er enn að slökkva í síðustu glæðunum í húsnæði Primex á Siglufirði en mikill eldur kom upp í húsinu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2025 06:56 Eldur logar á Siglufirði Eldur kviknaði í húsnæði Primex á Siglufirði um klukkan átta í kvöld. Enginn er talinn í hættu en allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. Innlent 13.10.2025 21:01 Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 5.10.2025 19:47 „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Þvottahúsinu Fjöður í gærkvöldi. Einn eiganda þvottahússins segir að um svokallaðað sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Dagurinn í dag fer í að þrífa allan þvott upp á nýtt. Innlent 5.10.2025 12:16 Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. Innlent 4.10.2025 20:53 Alelda bíll á Reykjanesbraut Bíll er alelda á Reykjanesbrautinni. Innlent 4.10.2025 13:37 Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. Innlent 4.10.2025 12:35 Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4.10.2025 09:33 Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40 Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28.9.2025 16:36 Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. Innlent 28.9.2025 11:52 Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið. Innlent 27.9.2025 20:11 Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. Innlent 23.9.2025 21:55 „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Innlent 23.9.2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Innlent 23.9.2025 12:11 Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Innlent 23.9.2025 08:36 Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00 Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu. Innlent 22.9.2025 17:55 Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega. Innlent 21.9.2025 18:13 Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53 Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 62 ›
Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði. Innlent 20.10.2025 23:00
Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta. Innlent 18.10.2025 22:36
Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Innlent 16.10.2025 06:50
Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Innlent 15.10.2025 21:11
„Það er allt svart þarna inni“ Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Innlent 15.10.2025 12:11
Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettatröð á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er húsið um það bil 900 fm að stærð og hýsir Köfunarþjónustu Sigurðar og bílapartasölu. Innlent 15.10.2025 06:52
„Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða. Innlent 14.10.2025 12:24
Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Eldur kviknaði í Nytjamarkaðinum á Selfossi rétt fyrir klukkan tólf. Innlent 14.10.2025 12:11
Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Eldur kviknaði í bílakjallara í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ólafssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komu iðnaðarmenn á svæðið í morgun og urðu varir við eld. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 14.10.2025 08:08
Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Slökkvilið Fjallabyggðar er enn að slökkva í síðustu glæðunum í húsnæði Primex á Siglufirði en mikill eldur kom upp í húsinu í gærkvöldi. Innlent 14.10.2025 06:56
Eldur logar á Siglufirði Eldur kviknaði í húsnæði Primex á Siglufirði um klukkan átta í kvöld. Enginn er talinn í hættu en allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. Innlent 13.10.2025 21:01
Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar meiðsl rétt fyrir á áttunda tímanum í kvöld eftir árekstur milli tveggja bíla á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 5.10.2025 19:47
„Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Þvottahúsinu Fjöður í gærkvöldi. Einn eiganda þvottahússins segir að um svokallaðað sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Dagurinn í dag fer í að þrífa allan þvott upp á nýtt. Innlent 5.10.2025 12:16
Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. Innlent 4.10.2025 20:53
Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. Innlent 4.10.2025 12:35
Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4.10.2025 09:33
Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2.10.2025 21:40
Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28.9.2025 16:36
Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. Innlent 28.9.2025 11:52
Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið. Innlent 27.9.2025 20:11
Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. Innlent 23.9.2025 21:55
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Innlent 23.9.2025 19:32
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Innlent 23.9.2025 12:11
Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Innlent 23.9.2025 08:36
Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00
Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu. Innlent 22.9.2025 17:55
Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti um sexleytið í kvöld. Slökkvilið var með mikið viðbragð á svæðinu og réðu niðurlögum eldsins nokkuð hratt og örugglega. Innlent 21.9.2025 18:13
Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53
Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30