Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:45 Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun