Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar 21. nóvember 2024 14:16 Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun