Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 13:02 „Ég er með eitt í huga sem gæti orðið stórt, ég ætla að taka eitt símtal og við græjum þetta,“ segir Luigi í myndbandinu. Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember. Logi er heldur betur landsmönnum kunnur bæði í landsliðinu þar sem hann hefur farið mikinn, skorað mikilvæg mörk og verið hetja liðsins en líka á sviði tónlistarinnar þar sem hann hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum sem Lugi. Logi er vant við látinn í atvinnumennskunni í Noregi þar sem hann spilar með Stromsgodet og átti erfitt með að finna tíma með félaga sínum og kollega Eyþóri Wöhler í að gera tónlistarmyndband. Berglind Rut Wöhler leikstýrði myndbandinu, Vetur Music framleiddi, Kristinn Gauti Gunnarsson stýrði myndatöku. Sigurjon Thor stýrði eftirvinnslu og sá Elísabet Oktavía um stílíseringu. Klippa: Virðing Á Nafnið - Luigi Báðir fætur á jörðinni en Villi himinlifandi „Ég bý auðvitað í Noregi og er að spila þar, svo er maður í landsliðsverkefnum þannig það hefur reynst þrautin þyngri að finna tíma til þess að taka upp myndband, maður getur víst ekki skotist heim þegar maður vill,“ segir Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann segist hafa sótt innblástur að myndbandinu til kanadískra kollega sinna þeirra Justin Bieber og Drake sem gerðu svipaða hluti í tónlistarmyndbandinu við lagið Popstar með DJ Khaled á sínum tíma. Logi segir að lögmaðurinn knái hafi ekki hugsað sig tvisvar um áður en hann sló til. „Villi vildi eiginlega ekki hætta þegar tökurnar voru búnar. Hann hefði verið klár í að hafa þetta miklu lengra, enda stóð hann sig með prýði og ég er hæstánægður með hann,“ segir Logi hlæjandi. Norska deildin klárast 1. desember og kemur Logi þá heim. Hann segir að þá muni öll hans einbeiting fara í að undirbúa útgáfutónleikana í Gamla bíó sem fara fram þann 22. desember. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eða Villi Vill er hæstánægður með sitt framlag. „Það kom ekki annað til greina en að segja já þegar Logi leitaði til mín um að leika sig í myndbandinu enda lék Logi mig þegar hann skoraði tvennu í landsleiknum á móti Wales á Laugardalsvellinum um daginn. Svo erum við líka báðir félagar í vinstribakvarðafélaginu, sem er mjög exklúsívur klúbbur þar sem eru innvígðir og innmúraðir auk mín og Loga, Paolo Maldini, Baldur Knútsson, Manuel Amaros, Bjarni Þór Pétursson og Kenny Samson.” Alvöru menn á sviði „Ég er stórhuga og það verða alvöru menn með mér á sviði, tek gömul lög í bland við ný eins og Púllupp, Flametrain og svo munum ég og Patrik taka Skína saman sem hefur bara gerst einu sinni áður,“ segir Logi. Meðal þeirra sem fram koma með Loga eru Herra Hnetusmjör, Króli, Hubba Bubba og Frazier en þá eru ótaldir óvæntir gestir. Logi hlær þegar hann er spurður að því hvernig hann hafi tíma í knattspyrnuna og tónlistarferilinn á sama tíma. „Ég reyni að hella mér í tónlistina þegar ég kemst til Íslands í frí. Maður passar sig auðvitað að einbeita sér nóg að boltanum og vera fagmaður, ekki láta þetta hafa brjáluð áhrif, maður lætur verkin tala og skorar mörkin í Laugardal,“ segir Logi hress í bragði. Það hafi hjálpað honum að hafa báða fætur á jörðinni að vera í boltanum á sama tíma og hann vinni með sumu af þekktasta tónlistarfólki Norðurlandanna. „Maður hefur líka verið að gera tónlist hérna úti þegar maður kemst í það, meðal annars með ORIO sem er einn stærsti pródúsent Norðurlandanna. Þetta hefur kannski ekki flogið hátt, enda er maður fyrst og fremst með báða fætur á jörðinni og númer eitt tvö og þrjú núna er að bjóða upp á tónlistarveislu í Gamla bíó í desember.“ Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni. 13. september 2024 09:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Logi er heldur betur landsmönnum kunnur bæði í landsliðinu þar sem hann hefur farið mikinn, skorað mikilvæg mörk og verið hetja liðsins en líka á sviði tónlistarinnar þar sem hann hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum sem Lugi. Logi er vant við látinn í atvinnumennskunni í Noregi þar sem hann spilar með Stromsgodet og átti erfitt með að finna tíma með félaga sínum og kollega Eyþóri Wöhler í að gera tónlistarmyndband. Berglind Rut Wöhler leikstýrði myndbandinu, Vetur Music framleiddi, Kristinn Gauti Gunnarsson stýrði myndatöku. Sigurjon Thor stýrði eftirvinnslu og sá Elísabet Oktavía um stílíseringu. Klippa: Virðing Á Nafnið - Luigi Báðir fætur á jörðinni en Villi himinlifandi „Ég bý auðvitað í Noregi og er að spila þar, svo er maður í landsliðsverkefnum þannig það hefur reynst þrautin þyngri að finna tíma til þess að taka upp myndband, maður getur víst ekki skotist heim þegar maður vill,“ segir Logi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann segist hafa sótt innblástur að myndbandinu til kanadískra kollega sinna þeirra Justin Bieber og Drake sem gerðu svipaða hluti í tónlistarmyndbandinu við lagið Popstar með DJ Khaled á sínum tíma. Logi segir að lögmaðurinn knái hafi ekki hugsað sig tvisvar um áður en hann sló til. „Villi vildi eiginlega ekki hætta þegar tökurnar voru búnar. Hann hefði verið klár í að hafa þetta miklu lengra, enda stóð hann sig með prýði og ég er hæstánægður með hann,“ segir Logi hlæjandi. Norska deildin klárast 1. desember og kemur Logi þá heim. Hann segir að þá muni öll hans einbeiting fara í að undirbúa útgáfutónleikana í Gamla bíó sem fara fram þann 22. desember. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eða Villi Vill er hæstánægður með sitt framlag. „Það kom ekki annað til greina en að segja já þegar Logi leitaði til mín um að leika sig í myndbandinu enda lék Logi mig þegar hann skoraði tvennu í landsleiknum á móti Wales á Laugardalsvellinum um daginn. Svo erum við líka báðir félagar í vinstribakvarðafélaginu, sem er mjög exklúsívur klúbbur þar sem eru innvígðir og innmúraðir auk mín og Loga, Paolo Maldini, Baldur Knútsson, Manuel Amaros, Bjarni Þór Pétursson og Kenny Samson.” Alvöru menn á sviði „Ég er stórhuga og það verða alvöru menn með mér á sviði, tek gömul lög í bland við ný eins og Púllupp, Flametrain og svo munum ég og Patrik taka Skína saman sem hefur bara gerst einu sinni áður,“ segir Logi. Meðal þeirra sem fram koma með Loga eru Herra Hnetusmjör, Króli, Hubba Bubba og Frazier en þá eru ótaldir óvæntir gestir. Logi hlær þegar hann er spurður að því hvernig hann hafi tíma í knattspyrnuna og tónlistarferilinn á sama tíma. „Ég reyni að hella mér í tónlistina þegar ég kemst til Íslands í frí. Maður passar sig auðvitað að einbeita sér nóg að boltanum og vera fagmaður, ekki láta þetta hafa brjáluð áhrif, maður lætur verkin tala og skorar mörkin í Laugardal,“ segir Logi hress í bragði. Það hafi hjálpað honum að hafa báða fætur á jörðinni að vera í boltanum á sama tíma og hann vinni með sumu af þekktasta tónlistarfólki Norðurlandanna. „Maður hefur líka verið að gera tónlist hérna úti þegar maður kemst í það, meðal annars með ORIO sem er einn stærsti pródúsent Norðurlandanna. Þetta hefur kannski ekki flogið hátt, enda er maður fyrst og fremst með báða fætur á jörðinni og númer eitt tvö og þrjú núna er að bjóða upp á tónlistarveislu í Gamla bíó í desember.“
Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni. 13. september 2024 09:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni. 13. september 2024 09:01