Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Lesið verður upp úr þessum bókum:
Svikaskáld - Ég er það sem ég sef
Guðmundur Andri - Synir himnasmiðs
Bubbi - Föðurráð
Steinunn Sigurðardóttir - Skálds saga
Margrét Tryggvadóttir - Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum
Ævar Þór Benediktsson - Skólaslit
Gunnar Theodór Eggertsson - Vatnið brennur
Aðalbjörg Helgadóttir - Einmana
Kristín Svava og Guðrún Elsa - Duna: Saga kvikmyndagerðarkonu
Hægt er að fylgjast með upplestrinum í beinni í spilaranum hér fyrir neðan. Útsendingin hefst klukkan 20.