Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 19:33 David Coote verður ekki með flautuna í ensku úrvalsdeildinni á næstunni. Getty/Rob Newell Enska úrvalsdeildin í fótbolta fer aftur af stað um næstu helgi en þar verður hvergi sjáanlegur einn þeirra dómara sem knattspyrnuáhugafólk sér vanalega á leikjum deildarinnar. Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að rannsóknin á hegðun úrvalsdeildardómarans David Coote, sé enn í fullum gangi. ESPN forvitnaðist um stöðu málsins. Coote var settur í leyfi á meðan rannsóknin stendur yfir en framhaldið kemur ekki í ljós fyrr en aganefnd enska sambandsins er búin að taka málið fyrir. Hún þarf auðvitað að fá niðurstöður úr rannsókninni til að taka ákvörðun. Hinn 42 ára gamli Coote kom sér fyrst í vandræði þegar birtist myndband á netinu af honum að tala illa um Liverpool og fyrrum knattspyrnustjóra þess Jürgen Klopp. Hann kallaði Klopp ljótum nöfnum. Aðeins tveimur dögum síðar kom fram annað myndband. Í því myndbandi tók Coote sig sjálfur upp og sendi vini sínum í gegnum WhatsApp. Í myndbandinu virðist hann sjúga hvítt púður upp í nefið en myndbandið var tekið upp á hóteli UEFA, daginn eftir að Coote vann sem myndbandsdómari á leik Portúgals og Frakkland í átta liða úrslitum. Knattspyrnusamband UEFA hefur einnig sett Coote í leyfi og sambandið hefur einnig hafið sína eigin rannsókn á hegðun dómarans. Talsmaður PGMOL segir dómarasamtökin taka málið og rannsóknina mjög alvarlega. Samtökin ætli líka að hugsa um velferð dómarans. Coote á auðvitað mjög erfitt í þessum stormi sem hann er staddur í. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Ensku dómarasamtökin, PGMOL, segja að rannsóknin á hegðun úrvalsdeildardómarans David Coote, sé enn í fullum gangi. ESPN forvitnaðist um stöðu málsins. Coote var settur í leyfi á meðan rannsóknin stendur yfir en framhaldið kemur ekki í ljós fyrr en aganefnd enska sambandsins er búin að taka málið fyrir. Hún þarf auðvitað að fá niðurstöður úr rannsókninni til að taka ákvörðun. Hinn 42 ára gamli Coote kom sér fyrst í vandræði þegar birtist myndband á netinu af honum að tala illa um Liverpool og fyrrum knattspyrnustjóra þess Jürgen Klopp. Hann kallaði Klopp ljótum nöfnum. Aðeins tveimur dögum síðar kom fram annað myndband. Í því myndbandi tók Coote sig sjálfur upp og sendi vini sínum í gegnum WhatsApp. Í myndbandinu virðist hann sjúga hvítt púður upp í nefið en myndbandið var tekið upp á hóteli UEFA, daginn eftir að Coote vann sem myndbandsdómari á leik Portúgals og Frakkland í átta liða úrslitum. Knattspyrnusamband UEFA hefur einnig sett Coote í leyfi og sambandið hefur einnig hafið sína eigin rannsókn á hegðun dómarans. Talsmaður PGMOL segir dómarasamtökin taka málið og rannsóknina mjög alvarlega. Samtökin ætli líka að hugsa um velferð dómarans. Coote á auðvitað mjög erfitt í þessum stormi sem hann er staddur í.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira