Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2024 21:02 Byggjum traustan grunn.. Dæmisaga nr 2 úr daglegu lífi. Jonni sá fram á það að geta ekki keypt hús sem hentaði fjölskyldunni hans þannig að hann brá á það ráð að byggja sér sjálfur hús fyrir fjölskylduna. Hann var ekki lærður smiður þannig að honum þótti nú betra að ráða smið til verksins. Til að spara ákvað hann þó að ráða smiðinn aðeins í hlutastarf og vinna með honum. Jonnii heyrði í Pétri sem var til í að taka verkið að sér en þar sem þetta var stórt hús þá þyrfti tvo til að smíða og þar sem smiðir vaxa ekki á trjám þá sættist Pétur á að Jonni yrði með honum sem smiður nr. 2 án þess þó að vera menntaður til þess. Pétur gæti gefið honum leiðbeiningar áður en hann hætti á hádegi hvern dag. Jonni hefði jú haldið á hamri og nagla og smíðað slatta á smíðavöllum hér um árið þegar hann og aðrir 12 ára guttar í hverfinu smíðuðu hús á körfuboltavelli hverfisins þannig að hann taldi sig vera klár í hvers kyns verkefni. Hefjast nú aðgerðir og grafinn er hola fyrir grunninn. Þegar byrja á að gera mót fyrir grunninum veikist Pétur þannig að Jonni stendur einn eftir og verður hreinlega að hefjast handa því hann er kominn með íbúðina sína á sölu og það liggur á að koma húsinu upp. Jonni gerir eins vel og hann getur, græjar einhvern veginn steypumót og kallar til steypubíl. Bílsstjóri steypubílsins kemur þegar allt er klárt og kíkir á verkið um leið og hann gerir steypuna klára. Spyr svo Jonna hvort þetta sé örugglega komið hjá honum, það vanti nú sýnist honum eitt og annað svo sem járnabindingar og festingar á mótin. Jonni horfir yfir og segist ekki vera viss, enda ekki lærður húsasmiður, heldur er hann leigubílsstjóri og datt bara inn í þetta vegna vöntunar á smiðum. „Við verðum samt að láta reyna á þetta“ segir Jonni og steypan dælist ofan í mótin. Bílsstjórinn og Jonni sjá fljótlega að betur hefði mátt standa að málum. Grunnurinn verður nefnilega að vera góður til að hægt sé að byggja ofan á hann. Eftir frekar misheppnaða grunnvinnu kom Pétur aftur til vinnu og reyndi sitt besta til að byggja hús ofan á grunninn vitandi það að mygla gæti myndast í húsinu ef ekki yrði farið eftir teikningum. Húsið var auk þess skakkt vegna þess að grunnurinn var ekki eins og sá sem teiknaður hafði verið. Þetta var erfitt verkefni sem Pétur tókst á við en þar sem hann var yfirsmiður við húsið og bar ábyrgð á útkomunni þá varð hann að gera sitt besta. Pétur reyndi að sparsla yfir sprungur og mála yfir ryð en vissi að ef á reyndi þá myndi allt koma í ljós. Húsin við hliðina á húsi Jonna voru að rísa samhliða húsi Jonna og litu töluvert betur út. Þau voru hvorki skökk né reynt að bjarga einhverju fyrir horn, enda hafði lærður smiður unnið hvert verk í þeim húsum en ekki þurft að ráða til sín aðstoðarmenn sem lítið kunnu til verka en vildu samt vel. Jonni er ekki alveg ánægður, hann veit að hann þarf að ráða til sín iðnaðarmenn til að laga og betrumbæta ýmislegt sem miður fór því hann hafði ekki haft lærðan smið til að græja hlutina eða til að segja sér til. Ef hann ætlar að koma húsinu á þann stað sem hin húsin eru þarf hann að leggja mikið á sig. En hann veit að næst þá mun hann leggja áherslu á að fá menntaðan smið til liðs við sig, hvað sem það kostar. Sparnaðurinn við að hafa bara smið í hlutastarfi skilaði sér greinilega ekki því aukakostnaður sem hægt hefði verið að sleppa við var orðinn meiri en ef smiður hefði séð um bygginguna frá A- Ö. Þegar upp er staðið er lærdómurinn sá að grunnurinn þarf að vera traustur. Hann þarf að vera unninn af fagmönnum. Hann þarf að standa þegar byggt er ofan á hann. Hann þarf að standast skoðun. Fjárfestum í kennurum. Treystum þann grunn sem við búum börnum á Íslandi með menntuðum kennurum. Þegar grunnurinn er orðinn góður getum við farið að mæla okkur í samanburði við önnur lönd. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verður útkoman betri. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá batnar siðferði í landinu. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verðum við með samfélagsþegna sem standa við samninga sem þeir gera. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og situr í stjórn og samninganefnd FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Byggjum traustan grunn.. Dæmisaga nr 2 úr daglegu lífi. Jonni sá fram á það að geta ekki keypt hús sem hentaði fjölskyldunni hans þannig að hann brá á það ráð að byggja sér sjálfur hús fyrir fjölskylduna. Hann var ekki lærður smiður þannig að honum þótti nú betra að ráða smið til verksins. Til að spara ákvað hann þó að ráða smiðinn aðeins í hlutastarf og vinna með honum. Jonnii heyrði í Pétri sem var til í að taka verkið að sér en þar sem þetta var stórt hús þá þyrfti tvo til að smíða og þar sem smiðir vaxa ekki á trjám þá sættist Pétur á að Jonni yrði með honum sem smiður nr. 2 án þess þó að vera menntaður til þess. Pétur gæti gefið honum leiðbeiningar áður en hann hætti á hádegi hvern dag. Jonni hefði jú haldið á hamri og nagla og smíðað slatta á smíðavöllum hér um árið þegar hann og aðrir 12 ára guttar í hverfinu smíðuðu hús á körfuboltavelli hverfisins þannig að hann taldi sig vera klár í hvers kyns verkefni. Hefjast nú aðgerðir og grafinn er hola fyrir grunninn. Þegar byrja á að gera mót fyrir grunninum veikist Pétur þannig að Jonni stendur einn eftir og verður hreinlega að hefjast handa því hann er kominn með íbúðina sína á sölu og það liggur á að koma húsinu upp. Jonni gerir eins vel og hann getur, græjar einhvern veginn steypumót og kallar til steypubíl. Bílsstjóri steypubílsins kemur þegar allt er klárt og kíkir á verkið um leið og hann gerir steypuna klára. Spyr svo Jonna hvort þetta sé örugglega komið hjá honum, það vanti nú sýnist honum eitt og annað svo sem járnabindingar og festingar á mótin. Jonni horfir yfir og segist ekki vera viss, enda ekki lærður húsasmiður, heldur er hann leigubílsstjóri og datt bara inn í þetta vegna vöntunar á smiðum. „Við verðum samt að láta reyna á þetta“ segir Jonni og steypan dælist ofan í mótin. Bílsstjórinn og Jonni sjá fljótlega að betur hefði mátt standa að málum. Grunnurinn verður nefnilega að vera góður til að hægt sé að byggja ofan á hann. Eftir frekar misheppnaða grunnvinnu kom Pétur aftur til vinnu og reyndi sitt besta til að byggja hús ofan á grunninn vitandi það að mygla gæti myndast í húsinu ef ekki yrði farið eftir teikningum. Húsið var auk þess skakkt vegna þess að grunnurinn var ekki eins og sá sem teiknaður hafði verið. Þetta var erfitt verkefni sem Pétur tókst á við en þar sem hann var yfirsmiður við húsið og bar ábyrgð á útkomunni þá varð hann að gera sitt besta. Pétur reyndi að sparsla yfir sprungur og mála yfir ryð en vissi að ef á reyndi þá myndi allt koma í ljós. Húsin við hliðina á húsi Jonna voru að rísa samhliða húsi Jonna og litu töluvert betur út. Þau voru hvorki skökk né reynt að bjarga einhverju fyrir horn, enda hafði lærður smiður unnið hvert verk í þeim húsum en ekki þurft að ráða til sín aðstoðarmenn sem lítið kunnu til verka en vildu samt vel. Jonni er ekki alveg ánægður, hann veit að hann þarf að ráða til sín iðnaðarmenn til að laga og betrumbæta ýmislegt sem miður fór því hann hafði ekki haft lærðan smið til að græja hlutina eða til að segja sér til. Ef hann ætlar að koma húsinu á þann stað sem hin húsin eru þarf hann að leggja mikið á sig. En hann veit að næst þá mun hann leggja áherslu á að fá menntaðan smið til liðs við sig, hvað sem það kostar. Sparnaðurinn við að hafa bara smið í hlutastarfi skilaði sér greinilega ekki því aukakostnaður sem hægt hefði verið að sleppa við var orðinn meiri en ef smiður hefði séð um bygginguna frá A- Ö. Þegar upp er staðið er lærdómurinn sá að grunnurinn þarf að vera traustur. Hann þarf að vera unninn af fagmönnum. Hann þarf að standa þegar byggt er ofan á hann. Hann þarf að standast skoðun. Fjárfestum í kennurum. Treystum þann grunn sem við búum börnum á Íslandi með menntuðum kennurum. Þegar grunnurinn er orðinn góður getum við farið að mæla okkur í samanburði við önnur lönd. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verður útkoman betri. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá batnar siðferði í landinu. Þegar grunnurinn er orðinn góður þá verðum við með samfélagsþegna sem standa við samninga sem þeir gera. Höfundur er kennari við Brekkuskóla á Akureyri og situr í stjórn og samninganefnd FG
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar