„Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Vasilis Spanoulis er landsliðsþjálfari Grikklands, sem óvænt tapaði fyrir Bretlandi í gærkvöld. Getty/Alex Gottschalk Bretar unnu afar óvæntan endurkomusigur gegn hinni miklu körfuboltaþjóð Grikkjum í gærkvöld, 73-72, í undankeppni EM karla í körfubolta. Þjálfari Grikklands spyr sig hvernig liðið eigi að komast á EM ef það geti ekki notað landsliðsmennina sína. Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira