Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 18:45 Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar