KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 14:42 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarsambands Íslands, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“ Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá KÍ segir að það að félagið sé reiðubúið til að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum, að því gefnu að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur, snúist ekkert um fjármuni. Fordæmi séu fyrir nálgun sé þessari og að ákvarðanatakan sé komin þangað sem hún eigi heima, eða til sveitarfélaga þessara leikskóla. „Í fyrsta lagi er KÍ ekkert nema félagsfólkið. Viðræðunefnd KÍ er í góðum og stöðugum samskiptum við sitt félagsfólk og sérstaklega það félagsfólk sem er í verkföllum fyrir heildina. Nefndin gerir ekkert nema með þeirra stuðningi. Félagsfólk KÍ í verkfalli gerir sér fyllilega grein fyrir ábyrgð sinni og er reiðubúið að standa undir henni,“ segir í yfirlýsingunni. „Skömmin er komin þar sem hún á heima, þ.e. til sveitarfélaganna.“ Í yfirlýsingunni segir enn fremur að laun kennara í verkfalli séu hvort eð er kostnaður sem sveitarfélögin hefðu þurft að greiða, væru kennarar þar við störf. Það væri galið að félagsfólk KÍ hefði þurft að fara í verkfalli til að þrýsta á að undirritað samkomulag frá 2016 verði efnt. „Við höfum svo sem séð í þessari kjaradeilu að sveitarfélögunum er nokk sama um kennara. Nú mun koma í ljós hvort það sama eigi við um foreldra og börn.“
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26
Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. 22. nóvember 2024 18:52
Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. 22. nóvember 2024 09:45