Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 12:45 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir efst á verðlaunapallinum í Finnlandi í gær. SKÍ Ólympíufarinn Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á svigmóti í Finnlandi í gær. Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra. Skíðaíþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 en náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð og endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru, eins og hún er oft kölluð, og bætti hún FIS punktana sína verulega. Hún endaði 68/100 úr sekúndu á undan hinni frönsku Cassandre Peizerat og samtals 4,15 sekúndum á undan Tabitha Milkins frá Bretlandi sem hlaut brons. „Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi,“ segir Hófí Dóra á vef Skíðasambands Íslands, ánægð með byrjunina á vetrinum eftir að hafa nýtt sumarið í að ljúka BS-gráðu í líftækni. View this post on Instagram A post shared by HOFI DORA (@hofidora) „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar,“ segir Hófí Dóra um mótið í Finnlandi. Hún er 26 ára gömul en margir keppenda voru aðeins 16 og 17 ára. Aðstæður voru afar krefjandi og féll sú úr leik sem var fyrst eftir fyrri ferðina. „Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur,“ segir Hófí Dóra.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira