Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 20:01 Skipulagning ferðarinnar var tæplega árs langt ferli, enda að mörgu að huga. Aðsend Í lok október síðastliðinn hélt Þórir Garðarsson af stað í ferðalag um jörðina ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum. Um er að ræða 38 daga ferð þar sem fyrsti áfangastaðurinn er Kína og sá seinasti Bandaríkin. Undanfarnar vikur hefur Þórir reglulega birt færslur á Facebook þar sem hann deilir ævintýrum hópsins. Þórir starfaði í aldarfjórðung í ferðageiranum; var yfir sölu og markaðssviði Gray Line á Íslandi og starfaði fyrir viðskiptasendinefndir Íslandsstofu og Ferðamálastofu. „Ég er þar af leiðandi búinn að koma oft á fjarlægar slóðir, en oftast var þó þannig að maður lítið að skoða sig um á hverjum stað; það var bara hótel, sýningar, ráðstefnur og fundir, hótel og svo aftur heim. Og það hefur lengi verið margra ára draumur hjá mér, og okkur, að fara í húsbílaferðalag um Nýja Sjáland,“ segir Þórir í samtali við Vísi og á þar við eiginkonu sína Ruth Melsted og vinahjón þeirra hjóna, Sigurdór Sigurðsson og Sillu Vignisdóttur. „Þannig hófst þetta. Þegar maður er kominn svona langt í burtu þá vill maður náttúrulega ekki stoppa of stutt, þannig að það teygðist svolítið úr þessu hjá okkur.“ Ákveðið var að fyrsti leggurinn yrði Keflavík til London, þaðan til Singapúr, þvínæst Sydney í Ástralíu og þaðan til Nýja Sjálands. „Og síðan, þegar við vorum búin að ákveða að fara til Nýja Sjálands þá fannst okkur í raun bara alveg upplagt að taka hringinn í kringum jörðina! Þá ákváðum við að fara austurhringinn, til Hawai, og síðan til Seattle í Bandaríkjunum, og loks heim til Íslands. Þegar þessir staðir voru komnir inn í myndina þá varð niðurstöðutalan á endanum þrjátíu og átta dagar.“ Að mörgu að huga Það var fyrir rúmu ári að endanleg skipulagning hófst að sögn Þóris. „Við vorum búin að setja ákveðinn ramma. Og svo ákvað ég bara að setjast yfir þetta, enda vanur að bóka flug. Þetta kallar auðvitað á útsjónarsemi, að halda ferðakostnaðinum innan vissra marka. Það er hægt að ferðast mjög ódýrt, en það skiptir rosalega miklu máli með hverjum maður flýgur og á hvaða tímum. Það eru fleiri og fleiri flug á dag á milli Singapúr og London til dæmis og það er ekki sama með hvaða flugfélagi maður flýgur. Fyrsta flugið sem við bókuðum, það stýrði svolítið restinni og við vorum mjög heppin með dílana sem við lentum á, við náðum að halda flugkostnaðinum frá Keflavík til London til Singapúr í rúmlega hundrað þúsund krónum á mann.“ Þann 30.október síðastliðinn hélt hópurinn af stað til Singapúr þar sem þau stoppuðu í þrjá daga. „Ég hef oft komið til Singapúr en hef aldrei náð að skoða mig almennilega um þar, bara séð hótel, flugvelli og ráðstefnuhallir,“ segir Þórir sem gat nú loks leyft sér að njóta almennilega. „Svo er það náttúrulega þannig að við lifum á gervigreindaröld, við lifum á þannig tímum að það er ótrúlega lítið mál að afla sér upplýsinga. Chatgbt forritið hefur þess vegna verið mjög dyggur leiðsögumaður í ferðinni. Það er afskaplega þægilegt að hafa forritið við hendina og geta til dæmis spurt hvað búa margir í Ástralíu eða hvað landið er stórt og þess háttar.“ Næsti áfangi var síðan næturflug rúmar 3.900 mílur suður yfir miðbaug og síðan var lent í Sydney í Ástralíu að morgni, þar sem tímamismunurinn er heilar ellefu klukkustundir á undan Íslandi. Næstu fjórum dögum var vel varið í skoðunarferðir um borgina, sem er þekkt fyrir ótrúlega náttúru og fræg kennileiti eins til dæmis Óperuhúsið og hafnarsvæðið sem er gríðarlega stórt og fjölbreytt. 17 dagar í húsbíl Eftir fjóra góða daga í Sydney flaug hópurinn síðan rúmar 1.200 mílur til Queenstown á Suðurey, Nýja-Sjálandi, sem er um 5.000 km sunnan við miðbaug. „Þegar við flugum yfir landið fyrir lendingu í Queenstown heilluðumst við strax af því sem við sáum í landslaginu, sem minnti okkur töluvert á Ísland – nema að hér er allt svo miklu, miklu stærra og hærra. Kannski má segja að Nýja-Sjáland sé stærsta Ísland í heimi.“ Og síðan tók við lengsti kafli ferðarinnar, húsbílaferðalag um landið, á mjóum sveitavegum í vinstri umferð. Fyrsti áfangastaðurinn var Glenorchy, lítill bær staðsettur við norðurenda Wakatipu-vatns, um 45 km frá Queenstown, en bærinn er umvafinn stórbrotnu fjallalandslagi og er þekktur fyrir einstaka náttúrufegurð, sem gerir hann að vinsælum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta útivistar og ævintýra. Glenorchy er einnig þekktur fyrir að vera tökustaður kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal The Lord of the Rings-myndanna. Næstu sautján daga stoppaði hópurinn í fjölda bæja á Nýja Sjálandi en Þórir og ferðafélagar hans hafa verið iðin við að birta opnar færslur á facebook þar sem þau segja frá ferðinni í máli og myndum. „Ég setti eina færslu á facebook og fékk þá óteljandi skilaboð; allir voru svo spenntir að fylgjast með. Þannig að maður hefur reynt að fólkinu sínu upplýstu,“ segir Þórir í samtali við Vísi. Í dag, 24. nóvember skilaði hópurinn síðan húsbílunum á flugvellinum í Auckland eftir að hafa ekið um 2.500 km frá Queenstown á sautján dögum. Þvínæst tekur flug til Hawaii kl. 22:00 að staðartíma og áætlað að lenda á Hawaii eftir 8:30 klst flug. Þau munu fljúga yfir tímabelti og fljúga því í raun aftur í tímann. „Þegar við lendum kl. 7:30 á Hawaii í fyrramálið er enn sunnudagurinn 24. nóvember. Það er ekki á oft sem maður fær tvo sunnudaga í röð þegar tímabelti okkar breytist um 23 klst þannig í stað þess að vera 11 klst á undan íslenska tímanum förum við á tímabelti sem er 10 klst á eftir Íslandi,“ ritar Þórir í nýjustu færslu sinni á Facebook fyrr í dag. Hópurinn mun dvelja á Hawai í rúma viku áður en þau fljúga til Bandaríkjanna og eftir nokkra daga í Seattle hefst síðan lokaflugið með Icelandair í austurátt heim til Íslands þar sem þau gera ráð fyrir að lenda að morgni 6.desember ef allt gengur upp samkvæmt áætlun. Samtals er flugið tæplega 20.000 mílur og verður hópurinn því um 58 klukkustundir á flugi. Þórir segir ferðina um Nýja Sjáland hafa verið ótrúlega upplifun, bæði hvað varðar náttúru og menningu. „Landið býður upp á fjölbreytt landslag, krefjandi akstursaðstæður og ótrúlega gestrisni. Ferða og dvalarkostnaður innanlands er töluvert lægri en á Íslandi. Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg fyrir Nýja-Sjáland, rétt eins og fyrir Ísland, en klárlega er Nýja-Sjáland að standa sig betur að þjónusta ferðamenn t.d með flottum og snyrtilegum salernum víða. Það er áhugavert að sjá hvernig bæði löndin glíma við svipaðar áskoranir í tengslum við náttúruvernd og sjálfbærni í ferðaþjónustu.“ Ferðalög Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Þórir reglulega birt færslur á Facebook þar sem hann deilir ævintýrum hópsins. Þórir starfaði í aldarfjórðung í ferðageiranum; var yfir sölu og markaðssviði Gray Line á Íslandi og starfaði fyrir viðskiptasendinefndir Íslandsstofu og Ferðamálastofu. „Ég er þar af leiðandi búinn að koma oft á fjarlægar slóðir, en oftast var þó þannig að maður lítið að skoða sig um á hverjum stað; það var bara hótel, sýningar, ráðstefnur og fundir, hótel og svo aftur heim. Og það hefur lengi verið margra ára draumur hjá mér, og okkur, að fara í húsbílaferðalag um Nýja Sjáland,“ segir Þórir í samtali við Vísi og á þar við eiginkonu sína Ruth Melsted og vinahjón þeirra hjóna, Sigurdór Sigurðsson og Sillu Vignisdóttur. „Þannig hófst þetta. Þegar maður er kominn svona langt í burtu þá vill maður náttúrulega ekki stoppa of stutt, þannig að það teygðist svolítið úr þessu hjá okkur.“ Ákveðið var að fyrsti leggurinn yrði Keflavík til London, þaðan til Singapúr, þvínæst Sydney í Ástralíu og þaðan til Nýja Sjálands. „Og síðan, þegar við vorum búin að ákveða að fara til Nýja Sjálands þá fannst okkur í raun bara alveg upplagt að taka hringinn í kringum jörðina! Þá ákváðum við að fara austurhringinn, til Hawai, og síðan til Seattle í Bandaríkjunum, og loks heim til Íslands. Þegar þessir staðir voru komnir inn í myndina þá varð niðurstöðutalan á endanum þrjátíu og átta dagar.“ Að mörgu að huga Það var fyrir rúmu ári að endanleg skipulagning hófst að sögn Þóris. „Við vorum búin að setja ákveðinn ramma. Og svo ákvað ég bara að setjast yfir þetta, enda vanur að bóka flug. Þetta kallar auðvitað á útsjónarsemi, að halda ferðakostnaðinum innan vissra marka. Það er hægt að ferðast mjög ódýrt, en það skiptir rosalega miklu máli með hverjum maður flýgur og á hvaða tímum. Það eru fleiri og fleiri flug á dag á milli Singapúr og London til dæmis og það er ekki sama með hvaða flugfélagi maður flýgur. Fyrsta flugið sem við bókuðum, það stýrði svolítið restinni og við vorum mjög heppin með dílana sem við lentum á, við náðum að halda flugkostnaðinum frá Keflavík til London til Singapúr í rúmlega hundrað þúsund krónum á mann.“ Þann 30.október síðastliðinn hélt hópurinn af stað til Singapúr þar sem þau stoppuðu í þrjá daga. „Ég hef oft komið til Singapúr en hef aldrei náð að skoða mig almennilega um þar, bara séð hótel, flugvelli og ráðstefnuhallir,“ segir Þórir sem gat nú loks leyft sér að njóta almennilega. „Svo er það náttúrulega þannig að við lifum á gervigreindaröld, við lifum á þannig tímum að það er ótrúlega lítið mál að afla sér upplýsinga. Chatgbt forritið hefur þess vegna verið mjög dyggur leiðsögumaður í ferðinni. Það er afskaplega þægilegt að hafa forritið við hendina og geta til dæmis spurt hvað búa margir í Ástralíu eða hvað landið er stórt og þess háttar.“ Næsti áfangi var síðan næturflug rúmar 3.900 mílur suður yfir miðbaug og síðan var lent í Sydney í Ástralíu að morgni, þar sem tímamismunurinn er heilar ellefu klukkustundir á undan Íslandi. Næstu fjórum dögum var vel varið í skoðunarferðir um borgina, sem er þekkt fyrir ótrúlega náttúru og fræg kennileiti eins til dæmis Óperuhúsið og hafnarsvæðið sem er gríðarlega stórt og fjölbreytt. 17 dagar í húsbíl Eftir fjóra góða daga í Sydney flaug hópurinn síðan rúmar 1.200 mílur til Queenstown á Suðurey, Nýja-Sjálandi, sem er um 5.000 km sunnan við miðbaug. „Þegar við flugum yfir landið fyrir lendingu í Queenstown heilluðumst við strax af því sem við sáum í landslaginu, sem minnti okkur töluvert á Ísland – nema að hér er allt svo miklu, miklu stærra og hærra. Kannski má segja að Nýja-Sjáland sé stærsta Ísland í heimi.“ Og síðan tók við lengsti kafli ferðarinnar, húsbílaferðalag um landið, á mjóum sveitavegum í vinstri umferð. Fyrsti áfangastaðurinn var Glenorchy, lítill bær staðsettur við norðurenda Wakatipu-vatns, um 45 km frá Queenstown, en bærinn er umvafinn stórbrotnu fjallalandslagi og er þekktur fyrir einstaka náttúrufegurð, sem gerir hann að vinsælum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta útivistar og ævintýra. Glenorchy er einnig þekktur fyrir að vera tökustaður kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal The Lord of the Rings-myndanna. Næstu sautján daga stoppaði hópurinn í fjölda bæja á Nýja Sjálandi en Þórir og ferðafélagar hans hafa verið iðin við að birta opnar færslur á facebook þar sem þau segja frá ferðinni í máli og myndum. „Ég setti eina færslu á facebook og fékk þá óteljandi skilaboð; allir voru svo spenntir að fylgjast með. Þannig að maður hefur reynt að fólkinu sínu upplýstu,“ segir Þórir í samtali við Vísi. Í dag, 24. nóvember skilaði hópurinn síðan húsbílunum á flugvellinum í Auckland eftir að hafa ekið um 2.500 km frá Queenstown á sautján dögum. Þvínæst tekur flug til Hawaii kl. 22:00 að staðartíma og áætlað að lenda á Hawaii eftir 8:30 klst flug. Þau munu fljúga yfir tímabelti og fljúga því í raun aftur í tímann. „Þegar við lendum kl. 7:30 á Hawaii í fyrramálið er enn sunnudagurinn 24. nóvember. Það er ekki á oft sem maður fær tvo sunnudaga í röð þegar tímabelti okkar breytist um 23 klst þannig í stað þess að vera 11 klst á undan íslenska tímanum förum við á tímabelti sem er 10 klst á eftir Íslandi,“ ritar Þórir í nýjustu færslu sinni á Facebook fyrr í dag. Hópurinn mun dvelja á Hawai í rúma viku áður en þau fljúga til Bandaríkjanna og eftir nokkra daga í Seattle hefst síðan lokaflugið með Icelandair í austurátt heim til Íslands þar sem þau gera ráð fyrir að lenda að morgni 6.desember ef allt gengur upp samkvæmt áætlun. Samtals er flugið tæplega 20.000 mílur og verður hópurinn því um 58 klukkustundir á flugi. Þórir segir ferðina um Nýja Sjáland hafa verið ótrúlega upplifun, bæði hvað varðar náttúru og menningu. „Landið býður upp á fjölbreytt landslag, krefjandi akstursaðstæður og ótrúlega gestrisni. Ferða og dvalarkostnaður innanlands er töluvert lægri en á Íslandi. Ferðaþjónustan er mjög mikilvæg fyrir Nýja-Sjáland, rétt eins og fyrir Ísland, en klárlega er Nýja-Sjáland að standa sig betur að þjónusta ferðamenn t.d með flottum og snyrtilegum salernum víða. Það er áhugavert að sjá hvernig bæði löndin glíma við svipaðar áskoranir í tengslum við náttúruvernd og sjálfbærni í ferðaþjónustu.“
Ferðalög Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“