Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:42 Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun