Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:42 Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sem formaður stéttarfélagsins FÍN þá hugsa ég daglega um stöðu háskólamenntaðra þar sem við erum enn með lausa samninga við ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Við erum búin að ávarpa vandann undanfarin ár og ég átta mig ekki á því hvers vegna ráðamenn og opinberir launagreiðendur í þessu landi grípi ekki inn í áður en í algjört óefni er komið. Ég hef undanfarna mánuði setið við samningaborðið til að reyna að ná samningum við opinbera launagreiðendur og freistað þess að lenda samningi fyrir okkar félagsfólk en ekki haft erindi sem erfiði. Er enginn vilji hjá opinberum launagreiðendum að semja við háskólamenntaða á þeirra forsendum? Þegar ég ávarpa stöðu háskólafólks við opinbera launagreiðendur við samningaborðið þá var og er viðkvæðið að þeir hefðu/hafi skilning á stöðu okkar fólks en geti því miður ekkert gert, það er búið að ákveða þetta, þetta sé sú lína launahækkana sem var ákveðin á vinnumarkaði (þegar fyrstu félögin innan ASÍ og SA sömdu) og svona hefur þetta verið frá hruni (2008). Það eru alltaf einhverjir aðrir sem virðast taka sér það vald að setja línuna í kjarasamningum fyrir háskólamenntaða. Þetta hefur leitt til þess að samþjöppun hefur orðið á launum á vinnumarkaði meðal annars vegna krónutöluhækkana og nú er svo komið að við erum komin í ógöngur með launasetningu háskólamenntaðra. Þessi mynd hefur verið að teiknast upp sl. 16 ár og hefur versnað ár frá ári og þess vegna erum við komin í þessa stöðu. Það má segja að hættuástand hafi nú þegar skapast og það er spurning hve langt er í að neyðarástand skapist. Staðan í dag er sú að það borgar sig ekki að fara í háskólanám í ákveðnum greinum. Hve lengi enn ætla launagreiðendur að láta háskólamenntaða sitja eftir? Okkur býðst sem sagt að skrifa undir þann samning sem almenni markaðurinn samdi um eða vera samningslaus. Kjarasamningar á almennum markaði eru góðir fyrir þá sem fá krónutöluhækkanir en kaupmáttarrýrnun á sér stað hjá þeim sem fá prósentuhækkanirnar því þær eru of lágar. Þess má geta að fjórðungur félagsmanna FÍN hjá ríkinu væri að fá krónutöluhækkanir restin væri að fá mjög lágar prósentuhækkanir sem ljóst er að myndi þýða kaupmáttarrýrnun fyrir þann hóp næstu fjögur árin ef við myndum undirrita þessa kjarasamninga. Við samningaborðið höfum við reynt að finna leið með okkar viðsemjendum til að geta skrifað undir kjarasaminga sem byggja á samningum á almennum markaði gegn því að eitthvað komi til viðbótar sem ekki felst í beinum launahækkunum. En okkur hefur ekkert orðið ágengt frekar en öðrum stéttarfélögum. Nú er svo komið að nokkur stéttafélög háskólamenntaðra hafa ákveðið að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara. Önnur stéttarfélög hafa talið að ekki verði lengra komist og betra að taka þessar hækkanir, þrátt fyrir augljósa kaupmáttarrýrnun, en vera samningslaus. Er staðan nokkuð svona slæm? Háskólamenntaðir sinna störfum sem gegna lykilhlutverki í okkar samfélagi og almenningur getur ekki án þessara sérfræðinga verið. Háskólamenntaðir ríða ekki feitum hesti eftir háskólanám. Þess má geta að þeir borga um það bil ein mánaðarlaun á ári af námslánum og jafnvel greiða af þeim fram á grafarbakkann. Þeir eru með lakari lífeyrisréttindi þar sem þeir eru í námi verðmætustu árin til lífeyrisréttinda. ….og hvað þá? Ég hef boðað til félagsfundar með okkar félagsfólki næstu daga til að ræða stöðuna. Ég held að félagsfólk mitt sé tvístígandi og ómögulegt að geta í stöðuna hvort félagsfólk mitt vilji fara sömu leið og sum önnur félög hafa kosið að gera, það er að skrifa undir það sem að okkur er rétt eða hvort vilji þeirra sé að fara í þver öfuga átt og fara í verkfallsaðgerðir. Hvert verður þá framhaldið? Þeirri spurningu svara væntanlega háskólamenntaðir næstu daga, hvort sem þeir eru hjá FÍN eða öðrum stéttarfélögum. Ég hef samt miklar áhyggjur af því hve lengi enn háskólamenntaðir geta sætt sig við stöðuna og hvenær þeir fá nóg og berja hnefanum í boðið og segja….. …….Helvítis fokking fokk!! Nú er nóg komið! Höfundur er formaður FÍN.
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar