Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2024 11:39 Það verður blásið til veislu í Hörpu þann 1. desember. Tónlistarráð býður landsmönnum boðsmiða á heiðurstónleika með Magnúsi Eiríkssyni tónskáldi og textahöfundi sem fram fara í Hörpu þann 1. desember. Tilefnið er að Magnús er heiðurshafi fyrstu Þakkarorðu íslenskar tónlistar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að hægt verði að sækja boðsmiða á vefnum harpa.is/takk frá klukkan 12:00 í dag mánudag 25. nóvember. Þar gildi hið fornkveðna: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tónleikarnir verða einnig teknir upp og sendir út sem hluti af hátíðardagskrá RÚV milli jóla og nýárs. Þar segir enn fremur að þetta sé í fyrsta sinn sem Þakkarorða íslenskra tónlistar verði veitt en það verður 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu. Í Hörpu verða bestu lög Magnúsar flutt af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að hægt verði að sækja boðsmiða á vefnum harpa.is/takk frá klukkan 12:00 í dag mánudag 25. nóvember. Þar gildi hið fornkveðna: Fyrstur kemur, fyrstur fær. Tónleikarnir verða einnig teknir upp og sendir út sem hluti af hátíðardagskrá RÚV milli jóla og nýárs. Þar segir enn fremur að þetta sé í fyrsta sinn sem Þakkarorða íslenskra tónlistar verði veitt en það verður 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru heiðursverðlaun nýstofnaðs Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu. Í Hörpu verða bestu lög Magnúsar flutt af fremstu flytjendum landsins. Þeirra á meðal eru Bríet, Ragga Gísla, Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjáns, Mugison, KK og Valdimar Guðmundsson, auk einvala liðs hljóðfæraleikara undir stjórn tónlistarstjórans Eyþórs Gunnarssonar. Kynnar verða Jón Jónsson og Salka Sól.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira