Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 5. desember 2024 08:46 Kærleikskúlan í ár ber nafnið Blóm og ást þurfa næringu og er eftir Hildi Hákonardóttur. Melablómið prýðir kúluna en Hildur segir það minna sig svolítið á okkur mannfólkið á þeim stundum þegar við erum ein að berjast áfram og hve ómetanlegt það er þá að fá örlítinn skilning og smá ástúð sem nægir oft til að komast yfir næsta lífsins hjalla eða öldufall. Mynd/Óli Már Afhjúpun og afhending Kærleikskúlunnar 2024 fór fram í gær, miðvikudaginn 4. desember, í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Kúlan í ár ber nafnið Blóm og ást þurfa næringu, og er eftir Hildi Hákonardóttur. Kærleikskúlan er fallegur listmunur sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út í takmörkuðu upplagi á hverju ári en markmiðið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. „Kúla er svo sterkt form að það verður ríkjandi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þetta form var alveg nýtt fyrir mér sem framan af vann með vef sem er í eðli sínu sléttur, tvívíður flötur,“ sagði Hildur þegar hún var spurð út í hugmyndavinnuna á bak við nýju kúluna. Mynd/Óli Már „Mér datt fyrst í hug að koma lífsins tré fyrir inni í kúlunni og láta það vaxa niður og rætur og laufkrónu síðan breiðast út og fylgja hringlöguninni en ég valdi að spyrja engan hvernig hægt væri að framkvæma það í handblásinni glerkúlu svo niðurstaðan var sú að nota melablómið sem er eitt af okkar algengu vorblómum þótt fólk taki sjaldnast eftir þeim þar sem þau dreifa sér um gróðursnauða og hrjóstruga mela. Við byrjum oft með hugmyndir sem eru svolítið flóknar og skila samt ekkert meiru til viðtakandans heldur en einfaldar og blátt áfram lausnir. Þetta verkefni snerist ekki um mínar pælingar varðandi tilgang lífsins eða náttúruvá heldur skyldi það fremur vera skilaboð sem myndu gleðja um jólaleytið, hvetja til samstöðu og náungakærleiks.“ Kátir krakkar í Reykjadal. Hugmyndin um melablómið á rætur sínar að rekja til sumarbústaðarferðar haustið 2023. „Á morgnana fór ég út í móann og leitaði að jurtum meðan systir mín hitaði kaffið og dró svo jurtirnar með pensli og bleki á hríspappír. Ég fann þetta hvíta litla blóm úti í móanum, fífur líka, kornsúrur og geldingahnappa en litla hvíta blómið varð uppáhaldið mitt þótt svo ég hefði aldrei tekið eftir því fyrr. Þegar ég fór svo að gramsa í skissum sem ég átti frá haustinu kom hvíta blómið helst til greina til að nota á Kærleikskúluna því það var nógu lítið til að komast þar fyrir.“ Grasafróð dóttir hennar fann svo nafn blómsins með því að skoða teikninguna. „Melablóm heitir það“, sagði hún. „Svo fór ég að lesa mér til um melablómið og allt féll þetta í réttan farveg. Þetta látlausa blóm sem stráir sér um melana þar sem fátt annað vildi vaxa minnti mig svolítið á okkur mannfólkið á þeim stundum þegar við erum ein að berjast áfram og hve ómetanlegt það er þá að fá örlítinn skilning og smá ástúð og oft nægir þetta til að komast yfir næsta lífsins hjalla eða öldufall. Svo þetta urðu einkunnarorðin á kúlunni þetta árið - blóm og ást þurfa næringu.“ Reykjadalur er uppáhalds staður svo margra, staður til þess að eignast vini og lenda í ótrúlegum ævintýrum. Þar koma saman fötluð börn og ungmenni en síðasta sumar tókum við á móti um 400 gestum. Hvort sem það er kvöldvaka, sundferð, óvissuferð eða fjársjóðsleit í Mosfellsdalnum þá er alltaf gaman bæði hjá gestum og starfsfólki. Kærleikskúlan er mikilvæg sumarbúðunum því með ágóðanum getum við bætt aðstöðuna og lent í enn fleiri ævintýrum. Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hefur á löngum starfsferli tekið á málefnum samtíma síns, einkum umhverfis- og jafnréttismálum og nýtt til þess fjölbreytta miðla. Hún lærði myndvefnað við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964-68 og Listaskóla Edinborgar árið 1969 og starfaði sem skólastýra Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1975-78. Yfirlitssýning hennar Rauður þráður hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2024 og Hildur hlaut fálkaorðuna 2024 fyrir framlag sitt til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu. Hr. Hnetusmjör kíkti í heimsókn í sumar. Kærleikskúlan er seld á tímabilinu 5.-20. desember 2024 á vef Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og hjá söluaðilum um land allt. Kærleikskúlan er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Jól Góðverk Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Sjá meira
Kærleikskúlan er fallegur listmunur sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út í takmörkuðu upplagi á hverju ári en markmiðið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi. „Kúla er svo sterkt form að það verður ríkjandi þegar kemur að hugmyndavinnu. Þetta form var alveg nýtt fyrir mér sem framan af vann með vef sem er í eðli sínu sléttur, tvívíður flötur,“ sagði Hildur þegar hún var spurð út í hugmyndavinnuna á bak við nýju kúluna. Mynd/Óli Már „Mér datt fyrst í hug að koma lífsins tré fyrir inni í kúlunni og láta það vaxa niður og rætur og laufkrónu síðan breiðast út og fylgja hringlöguninni en ég valdi að spyrja engan hvernig hægt væri að framkvæma það í handblásinni glerkúlu svo niðurstaðan var sú að nota melablómið sem er eitt af okkar algengu vorblómum þótt fólk taki sjaldnast eftir þeim þar sem þau dreifa sér um gróðursnauða og hrjóstruga mela. Við byrjum oft með hugmyndir sem eru svolítið flóknar og skila samt ekkert meiru til viðtakandans heldur en einfaldar og blátt áfram lausnir. Þetta verkefni snerist ekki um mínar pælingar varðandi tilgang lífsins eða náttúruvá heldur skyldi það fremur vera skilaboð sem myndu gleðja um jólaleytið, hvetja til samstöðu og náungakærleiks.“ Kátir krakkar í Reykjadal. Hugmyndin um melablómið á rætur sínar að rekja til sumarbústaðarferðar haustið 2023. „Á morgnana fór ég út í móann og leitaði að jurtum meðan systir mín hitaði kaffið og dró svo jurtirnar með pensli og bleki á hríspappír. Ég fann þetta hvíta litla blóm úti í móanum, fífur líka, kornsúrur og geldingahnappa en litla hvíta blómið varð uppáhaldið mitt þótt svo ég hefði aldrei tekið eftir því fyrr. Þegar ég fór svo að gramsa í skissum sem ég átti frá haustinu kom hvíta blómið helst til greina til að nota á Kærleikskúluna því það var nógu lítið til að komast þar fyrir.“ Grasafróð dóttir hennar fann svo nafn blómsins með því að skoða teikninguna. „Melablóm heitir það“, sagði hún. „Svo fór ég að lesa mér til um melablómið og allt féll þetta í réttan farveg. Þetta látlausa blóm sem stráir sér um melana þar sem fátt annað vildi vaxa minnti mig svolítið á okkur mannfólkið á þeim stundum þegar við erum ein að berjast áfram og hve ómetanlegt það er þá að fá örlítinn skilning og smá ástúð og oft nægir þetta til að komast yfir næsta lífsins hjalla eða öldufall. Svo þetta urðu einkunnarorðin á kúlunni þetta árið - blóm og ást þurfa næringu.“ Reykjadalur er uppáhalds staður svo margra, staður til þess að eignast vini og lenda í ótrúlegum ævintýrum. Þar koma saman fötluð börn og ungmenni en síðasta sumar tókum við á móti um 400 gestum. Hvort sem það er kvöldvaka, sundferð, óvissuferð eða fjársjóðsleit í Mosfellsdalnum þá er alltaf gaman bæði hjá gestum og starfsfólki. Kærleikskúlan er mikilvæg sumarbúðunum því með ágóðanum getum við bætt aðstöðuna og lent í enn fleiri ævintýrum. Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hefur á löngum starfsferli tekið á málefnum samtíma síns, einkum umhverfis- og jafnréttismálum og nýtt til þess fjölbreytta miðla. Hún lærði myndvefnað við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964-68 og Listaskóla Edinborgar árið 1969 og starfaði sem skólastýra Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1975-78. Yfirlitssýning hennar Rauður þráður hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2024 og Hildur hlaut fálkaorðuna 2024 fyrir framlag sitt til myndlistar og störf í þágu kvennabaráttu. Hr. Hnetusmjör kíkti í heimsókn í sumar. Kærleikskúlan er seld á tímabilinu 5.-20. desember 2024 á vef Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og hjá söluaðilum um land allt. Kærleikskúlan er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Jól Góðverk Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Sjá meira