Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 22:46 Daninn Victor Kristiansen tók James Justin og aðra leikmenn Leicester með sér til heimalandsins eftir tap liðsins um helgina. Michael Regan/Getty Images Leikmenn Leicester City gerðu sér glaðan dag eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu um helgina. Skelltu þeir sér til Kaupmannahafnar, eitthvað sem liðið hefur gert áður, en að þessu sinni er ólíklegt að það beri sama árangur og síðast. Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Á laugardaginn var tapaði Leicester 2-1 gegn Chelsea sem leiddi til þess að Steve Cooper var látinn taka poka sinn. Hann hafði aðeins tekið við liðinu síðasta sumar þegar Enzo Maresca tók við Chelsea. Það sem verra er, leikmenn liðsins sáust á djamminu í Kaupmannahöfn sama kvöld og þeir töpuðu gegn Chelsea. Þar sáust leikmenn liðsins halda á skilti sem stóð á „Enzo við söknum þín.“ Eflaust hafði það ekki áhrif á stjórn félagsins að losa Cooper en tímasetningin kómísk engu að síður. Last night the Leicester players were partying with a sign that said “Enzo I miss you”😳Today, their current manager Steve Cooper has been sacked😬pic.twitter.com/NbjqMWBHy9— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) November 24, 2024 Markvörðurinn Mads Hermansen og vinstri bakvörðurinn Victor Kristiansen voru báðir í byrjunarliði Refanna en þeir koma frá Danmörku. Þeir voru því svo sannarlega á heimavelli þegar liðið skellti sér til Köben en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikmenn Leicester gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn. Skömmu fyrir jól árið 2015 skelltu leikmenn liðsins sér nefnilega til Kaupmannahafnar til að sletta úr klaufunum. Var þetta gert þegar liðið átti nokkurra daga frí áður en jólatörnin á Englandi fór á fullt. Segja má að þetta hafi skilað jákvæðum árangri þá en vorið 2016 stóð Leicester uppi sem Englandsmeistari, eitthvað ótrúlegasta afrek í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það eru litlar sem engar líkur á því að liðið endurtaki leikinn í vor en sem stendur væri félagið sátt með að halda stöðu sinni í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33 Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Steve Cooper er orðinn atvinnulaus eftir aðeins fimm mánuði í starfi hjá Leicester. Kornið sem fyllti mælinn var tap gegn Chelsea á heimavelli í gær. 24. nóvember 2024 17:33
Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Samkvæmt veðbönkum í Englandi er Graham Potter talinn líklegastur til að vera næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. Refirnir reyndu að ráða Potter í sumar en hann afþakkaði pent. 25. nóvember 2024 18:01