Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 20:22 Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum. Núna er mikilvægt að velja þann flokk sem hefur skýra sýn og raunhæfar aðgerðir til að mæta þörfum allra í samfélaginu, stendur vörð um viðkvæmustu hópana og leggur áherslu á að styrkja velferðarkerfið til hagsbóta fyrir öll, ekki síst þau sem búa við erfiðar aðstæður. Ég vil gjarnan koma því á framfæri hvers vegna ég kýs Samfylkinguna og þáði sæti á lista hjá flokknum í komandi kosningum. Ég hef tekið eftir því að fólk sem ég hef verið að aðstoða í ýmsum félagslegum málum sem öðrum virðist ekki vita hvað það á að kjósa og endar oftar en ekki á því að velja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum. Öflug meðferðarúrræði Fleiri og öflugri sértæk meðferðarúrræði fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir eru á dagskrá hjá Samfylkingunni. Það vantar algjörlega áfallamiðuð úrræði fyrir veikasta hópinn okkar sem á við vanda með vímuefni í æð og jafnvel er með fjölþættan vanda. Þá hefur barnamálaráðherra algjörlega mistekist að byggja upp meðferðarúrræði barna eins og sést kannski best á því að nú eru börn í viðkvæmri stöðu vistuð á á lögreglustöð í Hafnarfirði! Við í Samfylkingunni munum aldrei sætta okkur við slíka stöðu. Við þurfum að umgangast börn í vanda af kærleika og leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Vímuefnamál Samfylkingin vill regluvæða neysluskammta vímuefna, hætta að refsa neytendum og stórauka forvarnir og félagsstarf. Þetta kemur skýrt fram í stefnu flokksins. Skaðaminnkun skal vera leiðandi í öllu starfi og þjónustu við neytendur en einnig þarf að tryggja lagalegan grundvöll skaðaminnkunar og starfsfólks sem vinnur í kringum þennan málaflokk. Við ætlum að tryggja fjármagn fyrir neyslurými og tryggja starfrækslu þeirra til framtíðar. Heimilislausir Í málaflokki heimilislausra þarf ríkið að stíga fast inn og veita fé til sveitarfélaga til að takast á við þennan sístækkandi vanda. Jóhann Páll Jóhannsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, hefur talað skýrt fyrir þessu og bent á að á Íslandi skortir heildstæða stefnu í málefnum heimilislausra. Lögfesta þarf skyldu sveitarfélag til að sjá um sína íbúa en það gerist ekki nema í samstarfi við ríkið. Við ætlum ekki að láta fólk sofa úti! Þegar kemur að heimilislausu fólki með með miklar og flóknar þarfir þarf raunveruleg úrræði þar sem nokkur ráðuneyti þurfa að vinna saman að lausninni sem getur verið flókin enda engin manneskja eins. Fjölgun félagslegs húsnæðis er mikilvæg en mörg í þessum flokki þurfa stuðning við hæfi. Útbúa þarf strax nýtt úrræði fyrir hættulega sakhæfa einstaklinga sem þurfa sólarhringsaðstoð. Það er almannaheillamál. Fangamál Við sjáum þörfina fyrir endurskoðun á fangelsiskerfinu með það að markmiði að auka áherslu á endurhæfingu fremur en refsingu. Við viljum byggja nýtt fangelsi sem uppfyllir nútímakröfur og tryggja að fangar fái nauðsynlega þjónustu og menntun til að auðvelda þeim að snúa aftur út í samfélagið sem virkir þátttakendur. Enginn þekkir fangelsiskerfið eins vel og ég. Ég mun tryggja að Samfylkingin geri fangelsiskerfið þannig að við fáum fólk úr fangelsum sem verði nýtir og góðir samfélagsþegnar. Við ætlum okkur að hafa fangavist með innihald og markmið þannig að við útskrifum ekki öryrkja úr fangelsunum heldur múrara, smiði, rafvirkja, pípara og kokka. Það er alltof algengt að fólk sem hefur setið í fangelsi sé á varanlegri framfærslu ríkis eða sveitafélaga það sem eftir er ævinnar. Samfylkingin vill breyta þessu. Börn í afplánun skulu fá þá endurhæfingu sem þau þurfa og aðstandendur þeirra þá hjálp og aðstoð sem þau þurfa svo gríðarlega mikið á að halda. Félagasamtök eins og Afstaða spila lykilhlutverk í að stuðla að betrun fanga með félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningagrundvelli ásamt því að vera leiðandi í umræðunni um fangelsismál. Samfylkingin skilur mikilvægi þessara samtaka og leggur áherslu á að efla þetta samstarf til að stuðla skilvirkara fangelsiskerfi og aðstoð við endurhæfingu með mannúð að leiðarljósi. Geðheilbrigðismál er ein helsta áskorun okkar í dag og verður næstu áratugina Við þekkjum þörfina fyrir aukinn stuðning við fjölskyldur og börn sem búa við geðraskanir eða vímuefnatengda erfiðleika. Samfylkingin leggur áherslu á að fjölga úrræðum og tryggja að fjölskyldur þessara barna fái þann stuðning sem þær þarfnast til að tryggja börnum sínum betri framtíð. Það þýðir fleiri og öflugri meðferðarúrræði og heimili fyrir börn og ungt fólk. Einstaklingsmiðuð og fjölbreytt meðferðarúrræði, Tryggja aðkomu sem flestra fagaðila sjúklingnum í hag Leggja áherslu á þverfaglega teymisvinnu og fagleg vinnubrögð Samfylkingin er og á að vera sameinandi afl fyrir fólk sem trúir á sterkt velferðarþjóðfélag að norrænni fyrirmynd og vill beita ríkisvaldinu af krafti til að jafna aðstöðumun fólks. Ríkisstjórn hægrisinnaðra flokka er ekki líkleg til að taka fast á þeim áskorunum sem ég hef farið yfir í þessari grein. Ég kýs Samfylkinguna til að tryggja að öll þessi mikilvægu málefni fái þann framgang og þá úrlausn sem nauðsynlegt er. Enginn á að vera útundan í samfélagi sem leggur ríka áherslu á jafnrétti og velferð. Það er á okkar höndum að velja stjórnmálafólk sem stendur með okkur öllum og líka jaðarsettum. Ekki gleyma hvaðan þú kemur. Veljum framtíðina, veljum Samfylkinguna og tryggjum að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn Íslands. Höfundur er formaður Afstöðu og í 9. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum. Núna er mikilvægt að velja þann flokk sem hefur skýra sýn og raunhæfar aðgerðir til að mæta þörfum allra í samfélaginu, stendur vörð um viðkvæmustu hópana og leggur áherslu á að styrkja velferðarkerfið til hagsbóta fyrir öll, ekki síst þau sem búa við erfiðar aðstæður. Ég vil gjarnan koma því á framfæri hvers vegna ég kýs Samfylkinguna og þáði sæti á lista hjá flokknum í komandi kosningum. Ég hef tekið eftir því að fólk sem ég hef verið að aðstoða í ýmsum félagslegum málum sem öðrum virðist ekki vita hvað það á að kjósa og endar oftar en ekki á því að velja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum. Öflug meðferðarúrræði Fleiri og öflugri sértæk meðferðarúrræði fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir eru á dagskrá hjá Samfylkingunni. Það vantar algjörlega áfallamiðuð úrræði fyrir veikasta hópinn okkar sem á við vanda með vímuefni í æð og jafnvel er með fjölþættan vanda. Þá hefur barnamálaráðherra algjörlega mistekist að byggja upp meðferðarúrræði barna eins og sést kannski best á því að nú eru börn í viðkvæmri stöðu vistuð á á lögreglustöð í Hafnarfirði! Við í Samfylkingunni munum aldrei sætta okkur við slíka stöðu. Við þurfum að umgangast börn í vanda af kærleika og leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Vímuefnamál Samfylkingin vill regluvæða neysluskammta vímuefna, hætta að refsa neytendum og stórauka forvarnir og félagsstarf. Þetta kemur skýrt fram í stefnu flokksins. Skaðaminnkun skal vera leiðandi í öllu starfi og þjónustu við neytendur en einnig þarf að tryggja lagalegan grundvöll skaðaminnkunar og starfsfólks sem vinnur í kringum þennan málaflokk. Við ætlum að tryggja fjármagn fyrir neyslurými og tryggja starfrækslu þeirra til framtíðar. Heimilislausir Í málaflokki heimilislausra þarf ríkið að stíga fast inn og veita fé til sveitarfélaga til að takast á við þennan sístækkandi vanda. Jóhann Páll Jóhannsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, hefur talað skýrt fyrir þessu og bent á að á Íslandi skortir heildstæða stefnu í málefnum heimilislausra. Lögfesta þarf skyldu sveitarfélag til að sjá um sína íbúa en það gerist ekki nema í samstarfi við ríkið. Við ætlum ekki að láta fólk sofa úti! Þegar kemur að heimilislausu fólki með með miklar og flóknar þarfir þarf raunveruleg úrræði þar sem nokkur ráðuneyti þurfa að vinna saman að lausninni sem getur verið flókin enda engin manneskja eins. Fjölgun félagslegs húsnæðis er mikilvæg en mörg í þessum flokki þurfa stuðning við hæfi. Útbúa þarf strax nýtt úrræði fyrir hættulega sakhæfa einstaklinga sem þurfa sólarhringsaðstoð. Það er almannaheillamál. Fangamál Við sjáum þörfina fyrir endurskoðun á fangelsiskerfinu með það að markmiði að auka áherslu á endurhæfingu fremur en refsingu. Við viljum byggja nýtt fangelsi sem uppfyllir nútímakröfur og tryggja að fangar fái nauðsynlega þjónustu og menntun til að auðvelda þeim að snúa aftur út í samfélagið sem virkir þátttakendur. Enginn þekkir fangelsiskerfið eins vel og ég. Ég mun tryggja að Samfylkingin geri fangelsiskerfið þannig að við fáum fólk úr fangelsum sem verði nýtir og góðir samfélagsþegnar. Við ætlum okkur að hafa fangavist með innihald og markmið þannig að við útskrifum ekki öryrkja úr fangelsunum heldur múrara, smiði, rafvirkja, pípara og kokka. Það er alltof algengt að fólk sem hefur setið í fangelsi sé á varanlegri framfærslu ríkis eða sveitafélaga það sem eftir er ævinnar. Samfylkingin vill breyta þessu. Börn í afplánun skulu fá þá endurhæfingu sem þau þurfa og aðstandendur þeirra þá hjálp og aðstoð sem þau þurfa svo gríðarlega mikið á að halda. Félagasamtök eins og Afstaða spila lykilhlutverk í að stuðla að betrun fanga með félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningagrundvelli ásamt því að vera leiðandi í umræðunni um fangelsismál. Samfylkingin skilur mikilvægi þessara samtaka og leggur áherslu á að efla þetta samstarf til að stuðla skilvirkara fangelsiskerfi og aðstoð við endurhæfingu með mannúð að leiðarljósi. Geðheilbrigðismál er ein helsta áskorun okkar í dag og verður næstu áratugina Við þekkjum þörfina fyrir aukinn stuðning við fjölskyldur og börn sem búa við geðraskanir eða vímuefnatengda erfiðleika. Samfylkingin leggur áherslu á að fjölga úrræðum og tryggja að fjölskyldur þessara barna fái þann stuðning sem þær þarfnast til að tryggja börnum sínum betri framtíð. Það þýðir fleiri og öflugri meðferðarúrræði og heimili fyrir börn og ungt fólk. Einstaklingsmiðuð og fjölbreytt meðferðarúrræði, Tryggja aðkomu sem flestra fagaðila sjúklingnum í hag Leggja áherslu á þverfaglega teymisvinnu og fagleg vinnubrögð Samfylkingin er og á að vera sameinandi afl fyrir fólk sem trúir á sterkt velferðarþjóðfélag að norrænni fyrirmynd og vill beita ríkisvaldinu af krafti til að jafna aðstöðumun fólks. Ríkisstjórn hægrisinnaðra flokka er ekki líkleg til að taka fast á þeim áskorunum sem ég hef farið yfir í þessari grein. Ég kýs Samfylkinguna til að tryggja að öll þessi mikilvægu málefni fái þann framgang og þá úrlausn sem nauðsynlegt er. Enginn á að vera útundan í samfélagi sem leggur ríka áherslu á jafnrétti og velferð. Það er á okkar höndum að velja stjórnmálafólk sem stendur með okkur öllum og líka jaðarsettum. Ekki gleyma hvaðan þú kemur. Veljum framtíðina, veljum Samfylkinguna og tryggjum að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn Íslands. Höfundur er formaður Afstöðu og í 9. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun