Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir og Telma Lísa Elmarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 22:14 Á Íslandi og víðar hefur hugtakið „heimilisofbeldi“ verið notað til að lýsa ofbeldi í nánum samböndum. Nýrra hugtak, „nándarhryðjuverk“ hefur risið upp til að lýsa alvarlegum afleiðingum þessa ofbeldis betur. Því miður er ofbeldi gegn konum í nánum samböndum algengasta mannréttindabrotið á heimsvísu (Halldorsdottir, 2023). Þessi brot eru oft tilraun geranda til að þagga niður í konunni, stjórna lífi hennar og brjóta niður sjálfsmynd hennar. Í eftirfarandi grein munu undirritaðar fjalla að mestu leyti um konur þar sem þolendur í nándarhryðjuverkum eru í 75% tilvika konur (Ríkislögreglustjóri, 2024b) og viljum við beina sjónum að þeim. Þessi grein er skrifuð í ljósi Alþjóðlega 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem varpar ljósi á nauðsyn þess að ræða þetta alvarlega samfélagsvandamál. Samkvæmt World Health Organization (WHO) (2024) hafa um 30% kvenna um allan heim átt eða eiga maka sem beita þær ofbeldi, Íslandi er ekki þaðan undanskilið. Í nýrri rannsókn kom fram að 96% þeirra sem beittu ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi voru karlar og oftast núverandi maki (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Hvað er nándarhryðjuverk? Hugtakið „nándarhryðjuverk“ lýsir alvarlegum, kerfisbundnum ofbeldisglæpum sem á sér stað í nánum samböndum. Það miðar að því að stjórna lífi þolandans með öllum tilteknum ráðum, hvort sem það er fjárhagslegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi (Heilsuvera, e.d.). Þetta hugtak tekur mið af því að ofbeldi af þessum toga er síendurtekið og viðvarandi. Það markar líf þolandans með stöðugum ótta og niðurlægingu þar sem sálin sjálf er smám saman brotin niður. Sálrænn og andlegur skaði sem verður við nándarhryðjuverk hjá þolanda getur markað djúpt og fylgt honum lengi. Bein gróa, sár gróa, marblettir hverfa, en andlega niðurbrotið grær ekki svo hratt. Margar konur hafa lýst því sem „að vera á bak við gler“ eða „að vera á botni djúprar gryfju,“ en þessar myndlíkingar lýsa þögguninni og einangruninni sem fylgir þessu ofbeldi (Halldorsdottir, 2023). Fimm fasar nándarhryðjuverks Rannsakendur ofbeldis hafa sett upp algengustu fasa þess sem kona gengur í gegnum þegar hún upplifir nándarhryðjuverk. Þetta eru fimm fasar sem þeir hafa tilgreint: fjötrafasi, þöggunarfasi, dauðafasi, vöknunarfasi og batafasi. Í fyrstu fösunum reynir konan að „halda friðinn“ og þóknast ofbeldismanninum. Smám saman er rödd hennar þögguð, ofbeldismaðurinn einangrar hana frá fjölskyldu og vinum og missir hún þar með mikilvægan stuðning. Í dauðafasanum upplifir konan mesta niðurbrotið og lýsir því oft að líf hennar sé eyðilagt og innra með henni deyji eitthvað. Hún verður sálarlaus og missir sjálfstraust þar sem ofbeldismaðurinn hefur fulla stjórn á lífi hennar. Í vöknunarfasanum fær konan aðstoð þar sem hún rífur vítahring ofbeldisins. Í kjölfarið upplifir hún meiri styrk og gengur inn í batafasann sem getur verið langur en þar finnur hún sjálfan sig að nýju (Halldorsdottir, 2023). Heilsufarslegar afleiðingar nándarhryðjuverks Afleiðingar nándarhryðjuverks eru alvarleg og snerta okkur öll. Fram hefur komið í rannsóknum að konur sem eru þolendur ofbeldis upplifa oft andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun sem geta leitt til svefntruflanir og líkamlegra veikinda. Heilinn lærir að vera stöðugt á varðbergi, sem leiðir til mikils kvíða og stöðugrar tilfinningar um óöryggi. Þetta gerir að verkum að margar konur eiga erfitt með að hugsa skýrt og stjórna tilfinningum sínum, jafnvel eftir að þær hafa yfirgefið ofbeldissambandið (Bryngeirsdottir og Halldorsdottir, 2022). Börn sem alast upp við ofbeldi eru í meiri hættu á að glíma við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Því má ekki líta fram hjá þeim áhrifum sem ofbeldi getur haft á börnin. Það hefur einnig verið sýnt fram á að börnin eiga erfitt með að mynda heilbrigð tengsl síðar á lífsleiðinni og eru líklegri til að endurtaka eða þola ofbeldishegðun á fullorðinsárum (WHO, 2024). Úrræði fyrir þolendur og skortur á úrræðum Í dag hafa íslensk stjórnvöld og sjálfstæð samtök komið á fót ákveðnum úrræðum fyrir þolendur nándarhryðjuverks. Kvennaathvarfið er sem dæmi öruggt skjól fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi þar sem þau fá stuðning og vernd. Bjarkarhlíð veitir einnig ráðgjöf og lögfræðilega aðstoð. Til eru fleiri úrræði eins og Stígamót sem styðja konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þrátt fyrir þessi úrræði er samt sem áður skortur á úrræðum og faglegum stuðningi. Einangrun og skömm eru algengar hindranir fyrir þolendur sem oft skortir fjárhagslega möguleika til að standa á eigin fótum. Margar konur lýsa því að þær hafi farið aftur til ofbeldismannsins allt að sjö sinnum áður en þær finndu styrkinn til að fara endanlega. Þetta stafar meðal annars af ótta við afleiðingar ef þær yfirgefa ofbeldismanninn, sérstaklega ef það eru börn í spilinu (National Domestic Violence Hotline, e.d.). Ástæður þess að þolendur fara ekki Algengasta spurningin sem samfélagið spyr í þessu samhengi er: „Af hverju fara þær ekki bara?“. Það er mikilvægt að setja sig í spor þolendanna og fræða okkur um þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir. Rannsóknir sýna að margir ofbeldismenn hóta lífi og öryggi kvenna ef þær reyna að fara. Margir beita einnig fjárhagslegu ofbeldi til að tryggja að konan hafi ekki fjármagn til að sjá fyrir sér eða börnum sínum (Heron o.fl., 2022). Hvernig væri að hætta að ætlast til þess að konur í ofbeldissamböndum geti farið og byrja að ætlast til þess að stjórnvöld hafi viðeigandi úrræði fyrir þessar konur og börn þeirra? Með því að brjóta niður þessa þöggun og einangrun sem þolendur upplifa getum við skapað aðstæður þar sem konur og börn geta flúið ofbeldissambönd án ótta. Hvað getur samfélagið gert? Við sem samfélag þurfum að taka afstöðu gegn heimilisofbeldi og styðja þá sem stíga fram, ásamt því að efla stuðningskerfi fyrir þolendur. Það er nauðsynlegt að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum aðilum mikilvægi þess að þekkja og greina merki um ofbeldi. Rannsókn á innlögnum á Landspítala vegna heimilisofbeldis sýndi að í yfir 50% tilfella var heimilisofbeldið ekki einu sinni skráð í sjúkraskrá, sem bendir til þess að kerfið hafi ekki sinnt þolendum nógu vel (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Við sem samfélag þurfum einnig að krefjast þess að réttarkerfið veiti gerendum þyngri refsingar og þolendum betri stuðning. Þegar farið var yfir dóma frá síðast liðnum tveimur árum var meðallengd fangelsisvistunar ofbeldismannsins 13 mánuðir. Mikilvægt er að vita að þyngstu dómarnir voru þeir sem fengu einnig dóm fyrir fíkniefnabrot, aksturslagabrot eða ofbeldi gegn öðrum karlmanni. Ef einungis um nándarhryðjuverk er að ræða var meðallengd fangelsisvistunar þrír mánuðir og oftar en ekki fengu ofbeldismennirnir 100% skilorðsbundinn dóm. Hvernig getur endurtekið ofbeldi gagnvart konum vegið minna í augum laganna en fíkniefnabrot? Lokaniðurstaða: Nándarhryðjuverk er ekki einkamál Finnst þér nándarhryðjuverk vera falið í samfélaginu okkar? Þegar skoðuð er tölfræðin frá ríkislögreglustjóra (2024a) er hægt að sjá að meðaltal tilkynntra heimilisofbeldismála frá síðastliðnum fimm árum eru 1.077 eða 2,95 tilkynningar á dag. Við sem samfélag erum orðin samdauna lífshættulegu ástandi sem fjöldi kvenna og barna búa við á Íslandi. Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagslegt vandamál og kallar á sameiginlegar aðgerðir. Þar sem tilkynningar á degi hverjum eru þetta margar er hægt að spyrja sig, hvers vegna áherslan er ekki lögð á nándarhryðjuverk. Hér beinum við spurningum okkar að stjórnvöldum og stéttum sem geta virkilega gert eitthvað fyrir þennan stóra hóp þolenda. Áhrif nándarhryðjuverka eru víðtæk og hafa ekki einungis áhrif á konuna sem verður fyrir því heldur allt fólkið í umhverfi hennar. Áföll erfast og kynslóðir geta borið með sér slæmar upplifanir (Aslam o.fl., 2024). Nú krefjumst við aðgerða bæði frá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að láta nándarhryðjuverk sig varða. Það getur bjargað mannslífi. Höfundar eru með Bsc í iðjuþjálfunarfræði og eru í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og víðar hefur hugtakið „heimilisofbeldi“ verið notað til að lýsa ofbeldi í nánum samböndum. Nýrra hugtak, „nándarhryðjuverk“ hefur risið upp til að lýsa alvarlegum afleiðingum þessa ofbeldis betur. Því miður er ofbeldi gegn konum í nánum samböndum algengasta mannréttindabrotið á heimsvísu (Halldorsdottir, 2023). Þessi brot eru oft tilraun geranda til að þagga niður í konunni, stjórna lífi hennar og brjóta niður sjálfsmynd hennar. Í eftirfarandi grein munu undirritaðar fjalla að mestu leyti um konur þar sem þolendur í nándarhryðjuverkum eru í 75% tilvika konur (Ríkislögreglustjóri, 2024b) og viljum við beina sjónum að þeim. Þessi grein er skrifuð í ljósi Alþjóðlega 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem varpar ljósi á nauðsyn þess að ræða þetta alvarlega samfélagsvandamál. Samkvæmt World Health Organization (WHO) (2024) hafa um 30% kvenna um allan heim átt eða eiga maka sem beita þær ofbeldi, Íslandi er ekki þaðan undanskilið. Í nýrri rannsókn kom fram að 96% þeirra sem beittu ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi voru karlar og oftast núverandi maki (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Hvað er nándarhryðjuverk? Hugtakið „nándarhryðjuverk“ lýsir alvarlegum, kerfisbundnum ofbeldisglæpum sem á sér stað í nánum samböndum. Það miðar að því að stjórna lífi þolandans með öllum tilteknum ráðum, hvort sem það er fjárhagslegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi (Heilsuvera, e.d.). Þetta hugtak tekur mið af því að ofbeldi af þessum toga er síendurtekið og viðvarandi. Það markar líf þolandans með stöðugum ótta og niðurlægingu þar sem sálin sjálf er smám saman brotin niður. Sálrænn og andlegur skaði sem verður við nándarhryðjuverk hjá þolanda getur markað djúpt og fylgt honum lengi. Bein gróa, sár gróa, marblettir hverfa, en andlega niðurbrotið grær ekki svo hratt. Margar konur hafa lýst því sem „að vera á bak við gler“ eða „að vera á botni djúprar gryfju,“ en þessar myndlíkingar lýsa þögguninni og einangruninni sem fylgir þessu ofbeldi (Halldorsdottir, 2023). Fimm fasar nándarhryðjuverks Rannsakendur ofbeldis hafa sett upp algengustu fasa þess sem kona gengur í gegnum þegar hún upplifir nándarhryðjuverk. Þetta eru fimm fasar sem þeir hafa tilgreint: fjötrafasi, þöggunarfasi, dauðafasi, vöknunarfasi og batafasi. Í fyrstu fösunum reynir konan að „halda friðinn“ og þóknast ofbeldismanninum. Smám saman er rödd hennar þögguð, ofbeldismaðurinn einangrar hana frá fjölskyldu og vinum og missir hún þar með mikilvægan stuðning. Í dauðafasanum upplifir konan mesta niðurbrotið og lýsir því oft að líf hennar sé eyðilagt og innra með henni deyji eitthvað. Hún verður sálarlaus og missir sjálfstraust þar sem ofbeldismaðurinn hefur fulla stjórn á lífi hennar. Í vöknunarfasanum fær konan aðstoð þar sem hún rífur vítahring ofbeldisins. Í kjölfarið upplifir hún meiri styrk og gengur inn í batafasann sem getur verið langur en þar finnur hún sjálfan sig að nýju (Halldorsdottir, 2023). Heilsufarslegar afleiðingar nándarhryðjuverks Afleiðingar nándarhryðjuverks eru alvarleg og snerta okkur öll. Fram hefur komið í rannsóknum að konur sem eru þolendur ofbeldis upplifa oft andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun sem geta leitt til svefntruflanir og líkamlegra veikinda. Heilinn lærir að vera stöðugt á varðbergi, sem leiðir til mikils kvíða og stöðugrar tilfinningar um óöryggi. Þetta gerir að verkum að margar konur eiga erfitt með að hugsa skýrt og stjórna tilfinningum sínum, jafnvel eftir að þær hafa yfirgefið ofbeldissambandið (Bryngeirsdottir og Halldorsdottir, 2022). Börn sem alast upp við ofbeldi eru í meiri hættu á að glíma við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Því má ekki líta fram hjá þeim áhrifum sem ofbeldi getur haft á börnin. Það hefur einnig verið sýnt fram á að börnin eiga erfitt með að mynda heilbrigð tengsl síðar á lífsleiðinni og eru líklegri til að endurtaka eða þola ofbeldishegðun á fullorðinsárum (WHO, 2024). Úrræði fyrir þolendur og skortur á úrræðum Í dag hafa íslensk stjórnvöld og sjálfstæð samtök komið á fót ákveðnum úrræðum fyrir þolendur nándarhryðjuverks. Kvennaathvarfið er sem dæmi öruggt skjól fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi þar sem þau fá stuðning og vernd. Bjarkarhlíð veitir einnig ráðgjöf og lögfræðilega aðstoð. Til eru fleiri úrræði eins og Stígamót sem styðja konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þrátt fyrir þessi úrræði er samt sem áður skortur á úrræðum og faglegum stuðningi. Einangrun og skömm eru algengar hindranir fyrir þolendur sem oft skortir fjárhagslega möguleika til að standa á eigin fótum. Margar konur lýsa því að þær hafi farið aftur til ofbeldismannsins allt að sjö sinnum áður en þær finndu styrkinn til að fara endanlega. Þetta stafar meðal annars af ótta við afleiðingar ef þær yfirgefa ofbeldismanninn, sérstaklega ef það eru börn í spilinu (National Domestic Violence Hotline, e.d.). Ástæður þess að þolendur fara ekki Algengasta spurningin sem samfélagið spyr í þessu samhengi er: „Af hverju fara þær ekki bara?“. Það er mikilvægt að setja sig í spor þolendanna og fræða okkur um þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir. Rannsóknir sýna að margir ofbeldismenn hóta lífi og öryggi kvenna ef þær reyna að fara. Margir beita einnig fjárhagslegu ofbeldi til að tryggja að konan hafi ekki fjármagn til að sjá fyrir sér eða börnum sínum (Heron o.fl., 2022). Hvernig væri að hætta að ætlast til þess að konur í ofbeldissamböndum geti farið og byrja að ætlast til þess að stjórnvöld hafi viðeigandi úrræði fyrir þessar konur og börn þeirra? Með því að brjóta niður þessa þöggun og einangrun sem þolendur upplifa getum við skapað aðstæður þar sem konur og börn geta flúið ofbeldissambönd án ótta. Hvað getur samfélagið gert? Við sem samfélag þurfum að taka afstöðu gegn heimilisofbeldi og styðja þá sem stíga fram, ásamt því að efla stuðningskerfi fyrir þolendur. Það er nauðsynlegt að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum aðilum mikilvægi þess að þekkja og greina merki um ofbeldi. Rannsókn á innlögnum á Landspítala vegna heimilisofbeldis sýndi að í yfir 50% tilfella var heimilisofbeldið ekki einu sinni skráð í sjúkraskrá, sem bendir til þess að kerfið hafi ekki sinnt þolendum nógu vel (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Við sem samfélag þurfum einnig að krefjast þess að réttarkerfið veiti gerendum þyngri refsingar og þolendum betri stuðning. Þegar farið var yfir dóma frá síðast liðnum tveimur árum var meðallengd fangelsisvistunar ofbeldismannsins 13 mánuðir. Mikilvægt er að vita að þyngstu dómarnir voru þeir sem fengu einnig dóm fyrir fíkniefnabrot, aksturslagabrot eða ofbeldi gegn öðrum karlmanni. Ef einungis um nándarhryðjuverk er að ræða var meðallengd fangelsisvistunar þrír mánuðir og oftar en ekki fengu ofbeldismennirnir 100% skilorðsbundinn dóm. Hvernig getur endurtekið ofbeldi gagnvart konum vegið minna í augum laganna en fíkniefnabrot? Lokaniðurstaða: Nándarhryðjuverk er ekki einkamál Finnst þér nándarhryðjuverk vera falið í samfélaginu okkar? Þegar skoðuð er tölfræðin frá ríkislögreglustjóra (2024a) er hægt að sjá að meðaltal tilkynntra heimilisofbeldismála frá síðastliðnum fimm árum eru 1.077 eða 2,95 tilkynningar á dag. Við sem samfélag erum orðin samdauna lífshættulegu ástandi sem fjöldi kvenna og barna búa við á Íslandi. Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagslegt vandamál og kallar á sameiginlegar aðgerðir. Þar sem tilkynningar á degi hverjum eru þetta margar er hægt að spyrja sig, hvers vegna áherslan er ekki lögð á nándarhryðjuverk. Hér beinum við spurningum okkar að stjórnvöldum og stéttum sem geta virkilega gert eitthvað fyrir þennan stóra hóp þolenda. Áhrif nándarhryðjuverka eru víðtæk og hafa ekki einungis áhrif á konuna sem verður fyrir því heldur allt fólkið í umhverfi hennar. Áföll erfast og kynslóðir geta borið með sér slæmar upplifanir (Aslam o.fl., 2024). Nú krefjumst við aðgerða bæði frá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að láta nándarhryðjuverk sig varða. Það getur bjargað mannslífi. Höfundar eru með Bsc í iðjuþjálfunarfræði og eru í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun