Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:12 Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun