Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:42 Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar