Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:20 Körfuboltasérfræðingurinn Hermann Hauksson vaknaði með harðsperrur í morgun eftir áhorf gærkvöldsins. Vísir Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, lofar landsliðsmenn karla í hástert eftir frækinn sigur á Ítalíu ytra í gærkvöld. Sigurinn er ekki aðeins merkilegur, heldur einnig þýðingarmikill. Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira