Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:50 Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun