Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:20 Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar