Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:20 Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Meira en helmingur ungs fólks á aldrinum 18-24 ára og um einn af hverjum fimm á aldrinum 25-29 ára bjó í foreldrahúsum árið 2021 samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 2%. Stýrivextir hækkuðu svo hratt til haustsins 2023 þegar þeir voru orðnir 9,25% og voru yfir 9% í meira en ár. Enn eru stýrivextir ógnarháir og standa nú í 8,5%. Ég hef undanfarið haft tækifæri til að hlusta á ungt fólk þegar við frambjóðendur Viðreisnar höfum staðið í verslunarmiðstöðum og spjallað við fólk á förnum vegi. Mörg hafa nefnt að vextir séu of háir og þau geti ekki keypt sér eigin íbúð. Ekki hjálpar verðbólgan til þar sem æ minna verður eftir í buddunni um hver mánaðamót. Það sama kemur fram í samtölum við foreldra þessa fólks. Fólk finnur til vanmáttar gagnvart húsnæðismarkaði sem það upplifir vinna gegn sér en ekki fyrir sig. Hvað er til ráða? Það gefur auga leið að það er ómögulegt fyrir ungt fólk að leggja fyrir til fasteignakaupa þegar búa þarf við þann óstöðugleika að stýrivextir fari úr 2% í 9,25% á um tveimur árum og verðbólga úr 5% í 10%. Það er mikilvægt að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og stöðugleika þannig að ungt fólk hafi tækifæri til þess að leggja fyrir í sparnað til íbúðakaupa, fjárfesta í húsnæði og hafi getu til að greiða af húsnæðisláni. Það verður að skapa fyrirsjáanlegt umhverfi og jafnvægi þannig að húsbyggjendur geti viðhaldið stöðugu framboði af íbúðum fyrir fólk. Viðreisn ætlar að breyta þessu. Við ætlum að leggja grunn að stöðugleika með því að ná jafnvægi í fjármál ríkisins, einfalda regluverk hvað varðar nýbyggingar og gera ungu fólki kleift að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Undirrituð er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun