Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Michael Owen fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Liverpool. Getty/Jon Buckle Michael Owen yfirgaf Liverpool sem elskaður sonur félagsins, einn allra besti framherji heims og handhafi Gullknattarins. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar aldrei sætt sig við það að hann valdi að spila fyrir Manchester United. Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Í nýju viðtali þá lýsir Owen yfir sárindum sínum yfir því að hafa aldrei verið tekinn í sátt af stuðningsmönnum Liverpool. „Mér finnst ekki eins og ég sé elskaður eða velkominn hjá Liverpool. Það er virkilega sárt og ég reyni því að forðast það að fara þangað,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic. Hann fer þar líka yfir kringumstæðurnar þegar hann yfirgaf félagið á sínum tíma. Real Madrid vildi fá hann. „Ég ræddi við knattspyrnustjórann [Benitez] og við Rick Parry [Framkvæmdastjórann]. Það var þannig: Ég verð þarna í eitt eða tvö ár og kem svo til baka. Ég vildi ekki fara frá Liverpool. Liverpool var mitt félag. Ég pældi líka í því hvort ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki,“ sagði Owen. Hann er enn í dag eini leikmaður Liverpool sem hefur unnið Gullhnöttinn sem hann fékk árið sem Liverpool vann bikarþrennuna eða 2000-01. Owen skoraði 158 mörk í fyrir Liverpool á árunum 1996 til 2004 og var sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi þegar hann yfirgaf félagið aðeins 25 ára gamall. Owen entist aðeins í eitt tímabil hjá spænska stórliðinu Madrid en var síðan seldur til Newcastle. Hann var mjög óheppin með meiðsli og yfirgaf St. James Park fjórum árum seinna. Það er eitt að fara til Newcastle en annað að fara til erkifjendanna í Manchester United. Owen skrifaði undir tveggja ára samning við United sumarið 2009 og tók við sjöunni frægu af Cristiano Ronaldo. Owen náði að verða enskur meistari með United eitthvað sem hann náði aldrei á árum sínum hjá Liverpool. Þegar hann varð enskur meistari vorið 2011 þá var Liverpool búið að bíða í 21 ár eftir titlinum. Owen spilaði síðasta tímabilið sitt hjá Stoke City en setti skóna upp á hillu 34 ára gamall vorið 2013. Owen hefur allt til alls til að vera elskuð goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool en þetta sumar sem hann valdi United svíður greinilega enn. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira