Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2024 08:58 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist sem stofnað var í mars á síðasta ári. Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti. Netöryggi Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að fjármagnið verði nýtt til að sækja fram á ört vaxandi netöryggismarkaði með nýja lausn sem geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að verjast nýrri kynslóð tölvuvírusa. Fyrirtækið var stofnað í mars 2023 og sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. „Lausnir fyrirtækisins eiga sér langa sögu á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Félagið hefur nýlega sett á markað nýja vöru, Hybrid Analyzer, sem greinir óþekkta vírusa allt að 1.000x hraðar en núverandi lausnir, sem markaðurinn fyrir þær lausnir nemur mörgum milljörðum Bandaríkjadala. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist. Um 30 sérfræðingar starfa hjá félaginu í dag, þar af um 20 á Íslandi. Með hlutafjáraukningunni breikkar hluthafahópur Varist, en stærstu nýju hluthafarnir eru Eyrir Vöxtur og Kjölur fjárfestingarfélag. Samhliða hlutafjáraukningunni færðist eignarhlutur OK til hluthafa OK og er því framtakssjóðurinn VEX stærsti hluthafi félagsins í dag. ARMA Advisory var ráðgjafi félagsins í verkefninu,“ segir í tilkynningunni. Hallgrímur segir að fjármagnið geri fyrirtækinu kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru. Afar ánægjulegt Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé afar ánægjulegt að fá svo sterka nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið og jafnframt áframhaldandi stuðning upphaflegra fjárfesta. „Lausnir Varist hafa í áraraðir verið notaðar af stærstu tæknifyrirtækjum heims til að verjast gagnagíslatökuárásum og öðrum vírusum. Yfir 3 milljarðar endanotenda og velflestir Íslendingar eru varðir með lausnum Varist. Fjármagnið gerir okkur kleift að sækja fram með nýja og byltingarkennda vöru og bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á nýja kynslóð af vírusvörn sem bætir netöryggi verulega.“ Stór tækifæri Sömuleiðis er haft eftir Trausta Jónssyni, eiganda hjá VEX, að VEX hafi fjárfest í OK árið 2022 en félagið hafi alltaf lagt ríka áherslu á að vera framarlega þegar komi að netöryggismálum viðskiptavina. „Fjárfestingin í Varist árið 2023 var því einstakt tækifæri til að styðja við þróun á netöryggislausnum sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Við sjáum stór tækifæri fyrir Varist á alþjóðlegum mörkuðum og því var tekin ákvörðun um að gera félagið sjálfstætt og leita frekara fjármagns til vaxtar. VEX mun áfram gegna lykilhlutverki sem kjölfestufjárfestir en félagið fær einnig inn öfluga og reynda fjárfesta sem munu styðja það í næsta áfanga vaxtar,“ segir Trausti.
Netöryggi Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira