Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. desember 2024 11:31 Lífið á Vísi ræddi við rithöfundana Kamillu, Yrsu, Evu Björgu og Maríu Elísabetu um jólalög. SAMSETT Desember er genginn í garð og því samfélagslega samþykkt að byrja að hlusta á jólalög. Lífið á Vísi tekur því fagnandi en í offramboði fjölbreyttra jólalaga, eða öllu heldur fjölbreyttra útgáfna af ákveðnum jólalögum, fengum við álit frá nokkrum rithöfundum um þeirra uppáhalds jólalög. Yrsa Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir er hrifin af jólalegu munkadjammi.Vísir/Vilhelm „Nánast öll lög af jólaplötu Þrjú á palli, Hátíð fer að höndum ein, eru mikið spiluð hjá mér, sem ég tengi við jólin í æsku. María Carey með All I want for Christmas is You og Jólahjól með Sniglabandinu eru alltaf klassísk. Svo var lengi í uppáhaldi hjá mér jóladiskur með Gregorískum munkum sem ég komst að síðar að hafði ekkert með jólin að gera, var bara eitthvað svona munkadjamm sem hljómaði jólalega.“ María Elísabet Bragadóttir María Elísabet sparar íslensku jólalögin fram á síðustu stundu.Eva Schram „Home for Christmas í útgáfu Kate Bush var lag sem ég var alltaf að hlusta á sem unglingur. Kannski er það uppáhalds. Það er svo fallegt og rómantískt. Hard Candy Christmas með Dolly Parton, er svo skemmtilegt lag. Lagið varð víst frægt í Broadway söngleik frá 1979 sem hét „The Best Little Whorehouse in Texas“ en nokkrum árum síðar var hann gerður að kvikmynd með Dolly Parton og Burt Reynolds í aðalhlutverkum. Eftir það gaf hún lagið út undir eigin nafni. Mér finnst þetta næstum geta verið heilsárslag en andi jólanna er samt til staðar i textanum. Hann fjallar um það að gleðjast yfir hinu smáa, í raun er þetta meinlæta boðskapur, og hvetur okkur líka til að sjá alltaf ljósið í myrkrinu. Sönn fegurð. Ég get bara hlustað á þessi gömlu íslensku jólalög þegar jólin eru alveg að bresta á því þau eru heilög. Fyrra lagið sem ég vel er Hvít jól með Ellý Vilhjálms og Ragga Bjarna. Það er best, það finnst það öllum held ég. Næsta er Heims um ból sungið af Hauki Morthens. Textinn eftir Sveinbjörn Egilsson er svo magnþrunginn, lifandi brunnur hins andlega seims og allt þetta. Á æskuheimili bestu vinkonu minnar var til geisladiskur með jólalögum Hauks og ég man eftir okkur svona tólf ára við eldhúsborðið á aðventunni, hlustandi á geisladiskinn aftur og aftur. Þetta er mikilvæg jólaminning. Að lokum væri ekki heiðarlegt af mér að sleppa jólaplötu Jackson 5, geisladiskurinn var til heima hjá mér þegar ég var lítil og elskaði hann.“ Eva Björg Eva Björg Ægisdóttir er mikið jólabarn.Vísir/Vilhelm „Eitt uppáhalds jólalagið mitt síðan ég var lítil er lag The Pogues, Fairytale of New York. Það kemur mér alltaf í jólaskap, þrátt fyrir að hafa svolítið sorglegan tón. Lagið hefur verið þýtt á íslensku, heitir Saga af Reykjavík, og mætti alveg fá meiri spilun yfir jólin. Annað lag sem er mikið spilað hér á heimilinu er River, bæði með Joni Mitchell og Robert Downey Jr. Christmas Day með Dido finnst mér líka mjög fallegt. Af þessum íslensku verð ég að nefna Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Held það séu nú varla til hátíðlegri lög. Gæti eflaust nefnt mun fleiri, enda mikið jólabarn, en ég læt þetta nægja í bili.“ Kamilla Einars Kamilla Einarsdóttir á margar óhefðbundnar tengingar við sérstök jólalög.Vísir/Vilhelm „Í grunninn er ég ekki mikil jólakona. Mér finnst þetta yfir það heila flest bara frekar stressandi og leiðinlegt, sem er náttúrulega alls ekki nógu gott. Ég hef þó lagast mikið, farið frá því að þjást af því sem jaðrar við að vera algjört jóla ógeð í að vera með alveg viðráðanlegt umburðarlyndi fyrir þessu öllu saman. Ég get til dæmis alveg fengið mér nokkra bjóra og maulað sörur og horft á Die Hard. Það er alveg gaman. Hefðbundin jólalög hafa aldrei beint átt upp á pallborðið hjá mér. Kannski ekki síst af því að það er alltaf svo hrikalega mikið spilað af þeim sömu aftur og aftur. Fæ alveg hroll þegar ég heyri sum þeirra. Einu sinni tók mamma mín ástfóstri við einhvern geisladisk með jólalögum sem voru öll sungin af Lögreglukórnum. Engin í fjölskyldunni veit hvernig sá diskur barst inn á heimilið. Sennilega hefur bara eitthvert okkar neyðst til að kaupa hann upp á löggustöð eftir að hafa lent í veseni fyrir óspektir á almannafæri eða eitthvað svoleiðis. Í seinni tíð hefur mig stundum grunað að mamma hafi einstöku sinnum sett hann viljandi á fóninn því þá flúði alltaf restin af fjölskyldunni út úr húsi. Ég skil hana alla vega vel núorðið að hafa stundum viljað frið fyrir okkur. Við erum öll hálf rugluð eitthvað, en hún vill nú samt alls ekki viðurkenna að það sé ástæðan. Ég á samt engar sérstaklega glataðar minningar sem tengjast einhverjum ákveðnum jólalögum. Einu sinni hætti ég með manni rétt fyrir jól. Hann varð mjög leiður þegar ég sagði honum að þetta næði ekki neitt lengra svo ég reyndi hughreysta hann með því að lofa að ég myndi samt alltaf hugsa hlýlega til hans þegar lagið Last Christmas, lagið okkar, yrði spilað í útvarpinu. Þá brotnaði hann endanlega alveg saman. Þá var það víst ekkert lagið okkar heldur lagið White Christmas. Síðan fæ ég alltaf smá samviskubit þegar ég heyri annað hvort þessara laga, þó ekkert hræðilega mikið. Við Júlía Margrét systir vorum árum saman með þá hefð að reyna að finna og senda hvor annarri jólalög sem við höfðum ekki heyrt þúsund sinnum áður. Það leiddi okkur oft á skemmtilegar jólalaga slóðir. Kynntumst til dæmis fullt af jólalögum frá Latnesku Ameríku. Uppáhaldið mitt af því er sennilega lagið El Burrito de Belén sem er þýtt sem Asninn frá Bethlehem. Það venesúelskt barnajólalag sem margir listamenn hafa tekið upp. Mér finnst útgáfan með La Rondallita best, það er mjög erfitt að hlusta á það án þess að byrja að tralla með. Það kemur okkur systrum alltaf í stuð. Af nýlegri jólalögum er lagið DJ Play a Christmas Song með Cher í langmestu uppáhaldi hjá mér. Ég hef í gegnum tíðina þurft að þola mikla stríðni og háð fyrir taumlausa aðdáun mína á Cher en það forherðir mig bara sem aðdáanda. Ég vona að einhver gefi mér nýju æviminningabókina hennar Cher í jólagjöf. Jólalagið sem ég á eiginlega skemmtilegustu minningar um er lagið Fairytale of New York með The Pogues því það minnir mig alltaf á vini mína Rúnar Gíslason og Jafet Mána. Þegar við Júlía systir förum í heimsókn til þeirra þá endum við iðulega öll dansandi uppi á eldhúseyjunni þeirra gólandi þetta lag. Svo förum við niðri í bæ og biðjum alla trúbadora að spila þetta fyrir okkur. Lagið sem er svo lang mest í uppáhaldi af öllum og í raun það sem ég get alveg hlustað á allt árið um kring er lagið Drink a rum með Lord Kitchener. Það er kalypsó jólalag. Í myrkri og hríðarbyl er ekkert sem bætir skapið jafn mikið og að spila kalypsó á hæsta styrk. Ég drekk samt ekki mikið af rommi.“ Jól Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir er hrifin af jólalegu munkadjammi.Vísir/Vilhelm „Nánast öll lög af jólaplötu Þrjú á palli, Hátíð fer að höndum ein, eru mikið spiluð hjá mér, sem ég tengi við jólin í æsku. María Carey með All I want for Christmas is You og Jólahjól með Sniglabandinu eru alltaf klassísk. Svo var lengi í uppáhaldi hjá mér jóladiskur með Gregorískum munkum sem ég komst að síðar að hafði ekkert með jólin að gera, var bara eitthvað svona munkadjamm sem hljómaði jólalega.“ María Elísabet Bragadóttir María Elísabet sparar íslensku jólalögin fram á síðustu stundu.Eva Schram „Home for Christmas í útgáfu Kate Bush var lag sem ég var alltaf að hlusta á sem unglingur. Kannski er það uppáhalds. Það er svo fallegt og rómantískt. Hard Candy Christmas með Dolly Parton, er svo skemmtilegt lag. Lagið varð víst frægt í Broadway söngleik frá 1979 sem hét „The Best Little Whorehouse in Texas“ en nokkrum árum síðar var hann gerður að kvikmynd með Dolly Parton og Burt Reynolds í aðalhlutverkum. Eftir það gaf hún lagið út undir eigin nafni. Mér finnst þetta næstum geta verið heilsárslag en andi jólanna er samt til staðar i textanum. Hann fjallar um það að gleðjast yfir hinu smáa, í raun er þetta meinlæta boðskapur, og hvetur okkur líka til að sjá alltaf ljósið í myrkrinu. Sönn fegurð. Ég get bara hlustað á þessi gömlu íslensku jólalög þegar jólin eru alveg að bresta á því þau eru heilög. Fyrra lagið sem ég vel er Hvít jól með Ellý Vilhjálms og Ragga Bjarna. Það er best, það finnst það öllum held ég. Næsta er Heims um ból sungið af Hauki Morthens. Textinn eftir Sveinbjörn Egilsson er svo magnþrunginn, lifandi brunnur hins andlega seims og allt þetta. Á æskuheimili bestu vinkonu minnar var til geisladiskur með jólalögum Hauks og ég man eftir okkur svona tólf ára við eldhúsborðið á aðventunni, hlustandi á geisladiskinn aftur og aftur. Þetta er mikilvæg jólaminning. Að lokum væri ekki heiðarlegt af mér að sleppa jólaplötu Jackson 5, geisladiskurinn var til heima hjá mér þegar ég var lítil og elskaði hann.“ Eva Björg Eva Björg Ægisdóttir er mikið jólabarn.Vísir/Vilhelm „Eitt uppáhalds jólalagið mitt síðan ég var lítil er lag The Pogues, Fairytale of New York. Það kemur mér alltaf í jólaskap, þrátt fyrir að hafa svolítið sorglegan tón. Lagið hefur verið þýtt á íslensku, heitir Saga af Reykjavík, og mætti alveg fá meiri spilun yfir jólin. Annað lag sem er mikið spilað hér á heimilinu er River, bæði með Joni Mitchell og Robert Downey Jr. Christmas Day með Dido finnst mér líka mjög fallegt. Af þessum íslensku verð ég að nefna Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Held það séu nú varla til hátíðlegri lög. Gæti eflaust nefnt mun fleiri, enda mikið jólabarn, en ég læt þetta nægja í bili.“ Kamilla Einars Kamilla Einarsdóttir á margar óhefðbundnar tengingar við sérstök jólalög.Vísir/Vilhelm „Í grunninn er ég ekki mikil jólakona. Mér finnst þetta yfir það heila flest bara frekar stressandi og leiðinlegt, sem er náttúrulega alls ekki nógu gott. Ég hef þó lagast mikið, farið frá því að þjást af því sem jaðrar við að vera algjört jóla ógeð í að vera með alveg viðráðanlegt umburðarlyndi fyrir þessu öllu saman. Ég get til dæmis alveg fengið mér nokkra bjóra og maulað sörur og horft á Die Hard. Það er alveg gaman. Hefðbundin jólalög hafa aldrei beint átt upp á pallborðið hjá mér. Kannski ekki síst af því að það er alltaf svo hrikalega mikið spilað af þeim sömu aftur og aftur. Fæ alveg hroll þegar ég heyri sum þeirra. Einu sinni tók mamma mín ástfóstri við einhvern geisladisk með jólalögum sem voru öll sungin af Lögreglukórnum. Engin í fjölskyldunni veit hvernig sá diskur barst inn á heimilið. Sennilega hefur bara eitthvert okkar neyðst til að kaupa hann upp á löggustöð eftir að hafa lent í veseni fyrir óspektir á almannafæri eða eitthvað svoleiðis. Í seinni tíð hefur mig stundum grunað að mamma hafi einstöku sinnum sett hann viljandi á fóninn því þá flúði alltaf restin af fjölskyldunni út úr húsi. Ég skil hana alla vega vel núorðið að hafa stundum viljað frið fyrir okkur. Við erum öll hálf rugluð eitthvað, en hún vill nú samt alls ekki viðurkenna að það sé ástæðan. Ég á samt engar sérstaklega glataðar minningar sem tengjast einhverjum ákveðnum jólalögum. Einu sinni hætti ég með manni rétt fyrir jól. Hann varð mjög leiður þegar ég sagði honum að þetta næði ekki neitt lengra svo ég reyndi hughreysta hann með því að lofa að ég myndi samt alltaf hugsa hlýlega til hans þegar lagið Last Christmas, lagið okkar, yrði spilað í útvarpinu. Þá brotnaði hann endanlega alveg saman. Þá var það víst ekkert lagið okkar heldur lagið White Christmas. Síðan fæ ég alltaf smá samviskubit þegar ég heyri annað hvort þessara laga, þó ekkert hræðilega mikið. Við Júlía Margrét systir vorum árum saman með þá hefð að reyna að finna og senda hvor annarri jólalög sem við höfðum ekki heyrt þúsund sinnum áður. Það leiddi okkur oft á skemmtilegar jólalaga slóðir. Kynntumst til dæmis fullt af jólalögum frá Latnesku Ameríku. Uppáhaldið mitt af því er sennilega lagið El Burrito de Belén sem er þýtt sem Asninn frá Bethlehem. Það venesúelskt barnajólalag sem margir listamenn hafa tekið upp. Mér finnst útgáfan með La Rondallita best, það er mjög erfitt að hlusta á það án þess að byrja að tralla með. Það kemur okkur systrum alltaf í stuð. Af nýlegri jólalögum er lagið DJ Play a Christmas Song með Cher í langmestu uppáhaldi hjá mér. Ég hef í gegnum tíðina þurft að þola mikla stríðni og háð fyrir taumlausa aðdáun mína á Cher en það forherðir mig bara sem aðdáanda. Ég vona að einhver gefi mér nýju æviminningabókina hennar Cher í jólagjöf. Jólalagið sem ég á eiginlega skemmtilegustu minningar um er lagið Fairytale of New York með The Pogues því það minnir mig alltaf á vini mína Rúnar Gíslason og Jafet Mána. Þegar við Júlía systir förum í heimsókn til þeirra þá endum við iðulega öll dansandi uppi á eldhúseyjunni þeirra gólandi þetta lag. Svo förum við niðri í bæ og biðjum alla trúbadora að spila þetta fyrir okkur. Lagið sem er svo lang mest í uppáhaldi af öllum og í raun það sem ég get alveg hlustað á allt árið um kring er lagið Drink a rum með Lord Kitchener. Það er kalypsó jólalag. Í myrkri og hríðarbyl er ekkert sem bætir skapið jafn mikið og að spila kalypsó á hæsta styrk. Ég drekk samt ekki mikið af rommi.“
Jól Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira