Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar 27. nóvember 2024 15:42 Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun