Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Sjá meira
Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun