Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:11 Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun